Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • HönnunarMars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - hönnunar og arkitektúr stefna
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Íslensk verk tilnefnd til Mies van der Rohe-verðlaunanna 2026

26. nóvember 2025

Evrópsku arkitektúrverðlaunin Mies van der Rohe, sem veitt eru af Evrópusambandinu og Mies van der Rohe-stofnuninni í Barcelona, eru meðal virtustu viðurkenninga í arkitektúr á heimsvísu. Verðlaunin eru veitt á tveggja ára fresti fyrir framúrskarandi samtímaarkitektúr í Evrópu og varpa ljósi á þau verkefni sem þykja endurspegla nýsköpun, gæði og samfélagslegt gildi byggingarlistar.

Arkitektafélag Íslands skipaði nefnd til að tilnefna íslensk verkefni til verðlaunanna að þessu sinni. Í nefndinni sátur arkitektarnir Anna María Bogadóttir, Árný Þórarinsdóttir og Hrólfur Karl Cela. Íslandi var heimilt að tilnefna fimm verkefni.

Eftirfarandi íslensk verkefni voru tiltefnd til Mies van der Rohe-verðlaunanna 2026:

  • Stöng – fornleifasvæði í Þjórsárdal / SP(R)INT STUDIO
  • Leikskólinn Urriðaból / Hjark, sastudio
  • Háteigsvegur 59 – íbúðir fyrir Félagsbústaði / Arnhildur Pálmadóttir, s.ap arkitektar
  • Elliðaárstöð – endurhönnun vatnsaflsstöðvar / Terta, Landslag
  • Smiðja – skrifstofubygging Alþingis / Studio Granda

Verkefnin sem urðu fyrir valinu eru fjölbreytt m.t.t. stærðar, gerðar, reynslu höfunda og kostnaðar. Það sem þau eiga sammerkt er að þetta eru metnaðarfull verkefni sem öll eru unnin eru fyrir opinbera aðila. Í öllum tilvikum er um að ræða vinningstillögu í samkeppni eða tillögur sem urðu til að undangengnu forvali þar sem áhersla var lögð á hugsjón og gæði við val á höfundum.

Stöng – fornleifasvæði í Þjórsárdal / SP(R)INT STUDIO

Stöng í Þjórsárdal er einn þekktasti bærinn frá þjóðveldisöld og er talinn vera frá um 930. Talið er að bærinn hafi farið í eyði árið 1104 eftir mikið öskugos í Heklu. Vegna snöggrar öskulagningar og síðar fleiri laga varð varðveislan einstaklega góð og gerir rústirnar að einum mikilvægustu minjum frá upphafi miðalda. Minjastofnun Íslands og AÍ stóðu fyrir opinni samkeppni um hönnun á fornleifasvæðinu. Sprint Studio, sem hlaut sigur úr býtum, nálgast þetta einstaka fornleifasvæði af virðingu og næmni. Nýtt skjól yfir rústunum tryggir varðveislu þeirra um leið og það býður gestum upp á upplifun sem tengir fortíð og nútíð. Einfaldar, gagnsæjar lausnir skapa rými fyrir fræðslu og upplifun án þess að trufla náttúruna eða söguna. Verkið er dæmi um arkitektúr þar sem sjálfbærni og menningarvernd mætast með einstökum hætti.

Leikskólinn Urriðaból / Hjark, sastudio

Leikskólinn, hannaður af Hjark í samstarfi við sastudio, byggir á vinningshugmynd úr samkeppni á vegum Garðabæjar og AÍ. Byggingin fellur vel inn í landslagið og skapar hlýtt, öruggt og fjölbreytt umhverfi fyrir börn og starfsfólk. Sterk tenging við náttúruna og vistvæn efnisnotkun leggur grunn að barnvænu umhverfi sem styður við sköpun, ró og virkan leik. Verkefnið sýnir hvernig góð hönnun getur mótað daglegt líf og vellíðan ungra barna.

Háteigsvegur 59 – íbúðir fyrir Félagsbústaði / Arnhildur Pálmadóttir, s.ap arkitektar

Verk Arnhildar Pálmadóttur arkitekts, Háteigsvegur 59, er nýstárlegt dæmi um samfélagslega ábyrgð og hringrásarhugsun í byggingalist. Verkefnið, sem var unnið fyrir Félagsbústaði að undangengnu forvali í samvinnu við AÍ, sýnir að mögulegt er að byggja góðar, umhverfisvænar íbúðir með um 30% minna kolefnisfótspori innan hefðbundins kostnaðar og tímaramma. Notkun endurunninna efna, lágkolefnissteypu og sköpun hlýlegs umhverfis gerir verkefnið að fyrirmynd fyrir framtíð íslenskrar byggingargerðar.

Elliðaárstöð – endurhönnun vatnsaflsstöðvar / Terta, Landslag

Þverfaglega hönnunarteymið Terta bar sigur úr býtum í hugmyndasamkeppni um endurhönnun Elliðaárstöðvar. Tillagan þróaðist í metnaðarfulla heildarstefnu fyrir allt svæðið. Hönnunarteymið hefur umbreytt sögulegri rafstöð í líflegt menningar- og útivistarsvæði í hjarta borgarinnar. Með vandaðri hönnun og skapandi nálgun hefur svæðið orðið að aðgengilegum og áhugaverðum áfangastað sem tengir saman sögu, náttúru og leikgleði sem iðar nú af lífi. Endurhönnun Elliðaárstöðvar sýnir hvernig þverfaglegt hönnunarsamstarf getur skapað heildstæða og einstaklega vel útfærða lausn.

Smiðja – skrifstofubygging Alþingis / Studio Granda

Hönnun Smiðju byggir á vinningstillögu Studio Granda arkitekta úr opinni samkeppni sem Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Alþingis, stóð fyrir í samvinnu við AÍ árið 2016. Smiðja er kraftmikil og vönduð bygging sem sameinar handverk, einfaldleika og táknræna tengingu við jarðfræði og sögu landsins. Steinklæðningin dregur að sér athygli og vísar til jarðsögu landsins og menningarminja í Kvosinni. Allt grjót sem notað er í byggingunni hafði orðið aflögu við aðrar framkvæmdir. Innanrýmið er mótað af skýrum formum, steini og viði og veitir rými fyrir fjölbreytta notkun. Smiðja er dæmi um faglegt og vandað samtal listsköpunar, efnislegrar nálgunar og opinberrar byggingarlistar.

  • Frekari umfjöllun um verkin hér

Tengt efni

  • Þrjú íslensk verk tilnefnd til Mies van der Rohe verðlaunanna

  • Arkitektafélag Íslands augýsir eftir ábendingum vegna tilnefninga til Mies van der Rohe verðlaunanna í samtímaarkitektúr 2026

Dagsetning
26. nóvember 2025

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Arkitektúr

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200