
Stefnumót um eflingu íslenskrar hönnunar og arkitektúrs í Grósku
Í vikunni fóru fram tveir vinnufundir í Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stjórnað var af Hlín Helgu Guðlaugsdóttur, hönnuði og ráðgjafa þar sem fjölbreyttur hópur fólks koma saman til að eiga samtal um markmið og aðgerðir til að efla hönnun og arkitektúr á Íslandi.
2. júlí 2021

Sigra í hugmyndaleit um framtíðaruppbyggingu í Gufunesi
Jvantspijker & Partners, Andersen & Sigurdsson og Felixx landscape architects (Team G+) sigra hugmyndaleit um framtíðaruppbyggingu og skipulag átta lóða við sjávarsíðuna í Gufunesi.
29. júní 2021

Hreyfiafl sjálfbærrar verðmætasköpunar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skrifar um hönnun og arkitektúr á Íslandi.
23. júní 2021

Skörp sýn til framtíðar
Kristján Örn Kjartansson, formaður stjórnar og Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, varaformaður stjórnar skrifa fyrir hönd stjórnar Miðstöðvar hönnunar arkitektúrs.
23. júní 2021

Skýrsla Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs 2020 er komin út
Skýrsla ársins 2020 hefur nú litið dagsins ljós en þar er farið yfir rekstur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, innlend sem erlend verkefni og almenna starfssemi. Hægt er að skoða skýrsluna í rafrænu formi hér.
23. júní 2021

Sýnir á Feneyjatvíæringnum á Ítalíu
Arkitektinn og myndlistarmaðurinn Guðjón Bjarnason opnaði í senn arkitektúrsýningu á Feneyjartvíæringnum, Ítalíu og myndlistarsýningu í sendiráðsbústaðnum í Genf, Sviss í vor.
22. júní 2021

Taktu þátt í að móta framtíð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi
Þér er boðið til samtals um markmið og aðgerðir til að efla hönnun og arkitektúr á Íslandi. Taktu þátt í að skerpa fókusinn út frá brýnum málefnum svo sem húsnæðismálum, heilbrigðismálum, umhverfismálum, atvinnumálum, lýðheilsu og jafnrétti á vinnufundum í Grósku undir stjórn Hlínar Helgu Guðlaugsdóttur.
22. júní 2021

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2021
Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2021. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Tillögur skulu berast eigi síðar en 1. júlí næstkomandi.
21. júní 2021

Áhugaverð sumarnámskeið fyrir hönnuði og arkitekta hjá LHÍ
Listaháskóli Íslands býður upp á spennandi úrval sumarnámskeiða í ár með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og kostar hvert námskeið aðeins 3.000 kr. Námskeiðin eru ýmist til ECTS eininga eða án eininga og opin öllum 18 ára og eldri, lengd námskeiða er allt frá tveimur dögum í lengri námskeið.
21. júní 2021

„Á meðan við getum ekki gert þessar tilraunir í raunheimum, þá þurfum við að gera það í sögunum„
Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt, stofnandi arkitektastofunnar s.ap ræðir viðfangsefni sín, samtímann og áleitnar spurningar, heildræna hugsun á stórum og smáum skala, hringrásarhönnun - og ímyndunaraflið í hlaðvarpi HönnunarMars, DesignTalks talks, sem er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
20. júní 2021

Nýtt stjórnarfyrirkomulag samþykkt á aðalfundi Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Aðalfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs fór fram þann 10. júní síðastliðinn í nýjum húsakynnum Miðstöðvarinnar í Grósku. Undir fundinn var borið nýtt stjórnarfyrirkomulag Miðstöðvarinnar og HönnunarMars sem var einróma samþykkt á fundinum.
18. júní 2021

HuldaJóns Arkitektúr, Sastudio og Exa nordic hljóta fyrstu verðlaun í samkeppni um nýjan leikskóla í Urriðaholti
HuldaJóns Arkitektúr, Sastudio og Exa nordic hljóta fyrstu verðlaun í samkeppni um nýjan leikskóla í Urriðaholti. Alls bárust 10 tillögur í samkeppnina sem haldin var af Garðabæ í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Verðlaunaafhending fór fram þriðjudaginn 8. júní í Garðbæ.
9. júní 2021

Hönnun fyrir alla hlýtur styrk úr Barnamenningarsjóði
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við List fyrir alla hlýtur styrk úr Barnamenningarsjóði fyrir verkefnið Hönnun fyrir alla - hönnuðir framtíðarinnar. Um er að ræða framleiðslu á stuttu og vönduðum þáttum, kennsluefni um hönnun og arkitektúr sem miðast að börnum og ungmennum.
28. maí 2021

Litaspjald sögunnar
28. maí 2021

Leiðsögn um nýjasta borgarhluta Reykjavíkur
28. maí 2021

Forval vegna hönnunar um skipulag og hönnun útsýnissvæðis við snjóflóðavarnargarðanna á Bjólfi
Múlaþing auglýsir eftir þátttakendum í forval vegna fyrirhugaðrar hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun útsýnisstaðar við snjóflóðavarnargarða á fjallinu Bjólfi sem er í Seyðisfirði. Samkeppnin er haldin í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA.
26. maí 2021



