Fatahönnunarfélag Íslands

Merki Fatahönnunarfélags Íslands

FÍ er fagfélag fatahönnuða á Íslandi. Markmið þess er að efla samheldni meðal þeirra sem starfa við fatahönnun á Íslandi og standa vörð um réttindi félagsmanna. Félagið leggur áherslu á að stuðla að öllu því er til framfara horfir í greininni og að efla hugvit innan íslenskrar fatahönnunar. Félagið leggur sig fram við að upplýsa almenning um fatahönnuði og þeirra starfsvettvang.

Félagsmenn Fatahönnunarfélags Íslands 2021

Nemar

  • Atli Geir Alfreðsson
  • Ása Bríet Brattaberg
  • Berglind Ósk Hlynsdóttir
  • Emilíana Birta Hjartardóttir
  • Gerða Jóna Ólafsdóttir
  • Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir
  • Hrafnkatla Unnarsdóttir
  • Honey Grace Zanoria Bargame
  • Saga Sif Gísladóttir
  • Tekla Sól Ingibjartsdóttir

Félagsaðild

Til að gerast félagi í Fatahönnunarfélagi Íslands þarf umsækjandi að hafa lokið fatahönnunarnámi á háskólastigi, þ.e. þriggja ára BA nám frá listaháskóla.  Ef umsækjandi hefur ekki lokið háskólanámi þarf hann að sýna fram á aðra reynslu innan fagsins og mun fagráð Fatahönnunarfélagsins meta umsóknina. Einnig þarf umsækjandi að hafa skrifleg meðmæli þriggja fullgildra félagsmanna. (sbr 8. gr. í lögum félagsins)

Árgjald er 18.000 kr.

Nemendur í BA námi í fatahönnun geta nú einnig sótt um félagsaðild og greiða ekki árgjald fyrr en eftir útskrift. 

Til að sækja um í Fatahönnunarfélagi Íslands fyllir þú út umsóknarform á síðu Hönnunarmiðstöðvar hér.