Félag húsgagna- og innanhússarkitekta

FHI er fagfélag húsgagna- og innanhússarkitekta
Hlutverk félagsins er að vera málsvari húsgagna- og innanhússarkitekta og auka þekkingu og skilning á starfi þeirra. Félaginu er ætlað að efla samkennd félagsmanna, gæta hagsmuna þeirra og efla tengsl við önnur félög tengd starfssviði húsgagna- og innanhússarkitekta, innanlands sem utan. Félagið hefur það að leiðarljósi að stuðla að bættum híbýlaháttum og eflingu hönnunar.

Loftslagsviðurkenning Reykjavíkurborgar og Festu - óskað eftir tilnefningum
Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklinga vegna loftslagsviðurkenningar Reykjavíkurborgar og Festu. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra
14. október 2020

Fjöregg vinningstillaga í samkeppni um útsýnisstað á Súgandisey við Stykkishólm
Útsýnisskúlptúrinn Fjöregg er vinningstillaga í samkeppni um útsýnisstað á Súgandisey við Stykkishólm en tillagan er unnin af Glámu-Kím og Landslagi í samstarfi við Ólöfu Nordal og Gunnar Karlsson. Tillagan er óhefðbundin útsýnisstaður sem ber heitið Fjöregg.
14. október 2020

Skýrsla Hönnunarmiðstöðvar Íslands fyrir árið 2019 er komin út
Skýrsla ársins 2019 hefur nú litið dagsins ljós en þar er farið yfir rekstur Hönnunarmiðstöðvar, innlend sem erlend verkefni og almenna starfssemi. Hægt er að skoða skýrsluna í rafrænu formi hér.
5. október 2020

Útskriftarnemar í meistaranámi LHÍ taka þátt í Dutch Design Week
Útskriftarárgangur meistaranema í hönnun 2020 frá Listaháskóla Íslands tekur þátt í Dutch Design Week 2020 með útskriftarsýningu sinni HOW LONG WILL IT LAST?
2. október 2020

Endurmenntun HÍ - sérkjör til félagsmanna Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Félagsmönnum aðildarfélaga Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs býðst 20% afsláttur á tvö námskeið úr dagskrá haustmisseris hjá Endurmenntun.
2. október 2020

122 umsóknir bárust í Hönnunarsjóð - úthlutun fer fram 15. október
Síðasta úthlutun Hönnunarsjóðs 2020 fer fram 15. október næstkomandi. Alls bárust 122 umsóknir í sjóðinn að þessu sinni.
24. september 2020