Þorsteinn Gunnarsson arkitekt hlýtur viðurkenningu Minjastofnunar 2020

2. desember 2020

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra veitti Þorsteini Gunnarssyni, arkitekt, árlega viðurkenningu Minjastofnunar Íslands fyrir mikilvægt framlag á sviði minjaverndar. Viðurkenninguna hlaut að Þorsteinn fyrir brautryðjendastarf á sviði endurgervingar sögulegra bygginga og fyrir áratuga rannsóknir á íslenskri húsagerðarsögu. 

Þorsteinn Gunnarsson lauk námi í húsagerðarlist frá arkitektaskóla Konunglega danska Listaháskólans í Kaupmannahöfn árið 1966. Var hann fyrstur Íslendinga til þess að útskrifast úr þeirri deild skólans sem sérhæfir sig í endurgervingu gamalla húsa og könnun eldri byggðar. Þorsteinn hefur komið að miklum fjölda verkefna á sviði húsverndar, bæði í tengslum við endurgervingu húsa sem og húsakannanir og aðrar rannsóknir. 

 

Nánari upplýsingar um viðurkenninguna og störf Þorsteins Gunnarssonar ásamt upptöku frá athöfninni má nálgast á heimasíðu Minjastofnunar Íslands hér.

Dagsetning
2. desember 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Arkitektúr