Allt í blóma á sumargleði Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs

15. júní 2023

Sumargleði og ársfundur Miðstöðvarinnar fór fram í Grósku miðvikudaginn 14. júlí. Fjölmennt og góðmennt var á fundinum sem svo leystist upp í almenna gleði. 

Gestir fengu innsýn inn í fjölbreytt verkefni sem vöktu athygli á nýafstöðnum og velheppnuðum HönnunarMars og sömuleiðis yfirsýn yfir árið sem leið hjá Miðstöðinni. Síðustu misseri hafa verið afar viðburðarrík. Ný stefna í málefnum hönnunar og arkitektúrs til ársins 2030 hefur litið dagsins ljós og samkvæmt nýjustu menningarvísum Hagstofunnar fjölgar starfandi einstaklingar í hönnun og arkitektúr hlutfallslega mest á sviði skapandi greina. Þá kom Lilja D. Alfreðsdóttir hélt ánægjulegt erindi um bjarta tíma framundan. 

Það var því ærið tilefni til að fagna og skála eins og sjá má á myndum frá Leifi Wilberg, ljósmyndara. 

Dagsetning
15. júní 2023
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Fagfélög