Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
  • Fréttir

    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
  • Verkefni

    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
  • Íslensk hönnun og arkitektúr

    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
  • Fyrir hönnuði

    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
  • Fagfélög

    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
  • Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Kolofon hlýtur alþjóðleg verðlaun á sviði upplýsingahönnunar

2. júní 2023

Hönnunarstofan Kolofon hlaut á dögunum tvenn verðlaun í IIIDawards — sem er alþjóðleg samkeppni á sviði upplýsingahönnunar. Verðlaunin voru veitt fyrir verkefni unnin fyrir Strætó og Vegagerðina.

IIIDawards verðlaunin eru veitt á þriggja ára fresti af IIID (International Institute of Information Design), sem er alþjóðleg stofnun sem meðal annars berst fyrir því að upplýsingar fyrir daglegt líf, viðskipti, menntun og vísindi séu sett fram á sem skýrastan máta. Veitt eru verðlaun í 15 flokkum. Á meðan hönnun og almennt útlit verkefnanna skipar stóran sess í vali dómnefndarinnar, þá er ekki síður horft til skipulags, framsetningu og skýrleika verkefnanna.

„Leiðarljós okkar á Kolofon er að hanna og þróa skilvirkar lausnir á praktískum vandamálum, þar sem vandað handverk er í fararbroddi. Okkur þykir því sérstaklega vænt um þessar viðurkenningar frá helsta fagfólki á sviði upplýsingahönnunar og hvetja þau okkur til að halda áfram með viðskiptavinum okkar að búa til skýrar lausnir með dass af sköpunargleði.“ segir Hörður Lárusson hjá Kolofon, sem tók á móti verðlaununum í Vínarborg þann 24. maí síðastliðinn.

Heildarleiðarkerfi Strætó hlaut verðlaun í flokknum Traffic and Public Transport. Þar keppast verkefni sem eiga það sameiginlegt að tryggja að fólk komist á sinn áfangastað hnökralaust óháð ferðamáta. Leiðarkerfi Strætó hefur á undanförnum árum verið í algjörri endurnýjun og allir fletir þess hafa verið teknir í rýni og uppfærðir. Kort, tímatöflur og leiðarskilti voru teiknuð fyrir stoppin, auk þess sem lifandi upplýsingar um næstu vagna eru aðgengilegar í skýlum með skjáum. Vefur Strætó var endurnýjaður frá grunni, bæði með nýju útliti og virkni. Allt útlitið hefur því verið hannað til að virka saman sem ein heild til að veita notendunum greiða leið að sem bestum upplýsingum.

Vefirnir sjolag.is og umferdin.is sem Kolofon hannaði og forritaði fyrir Vegagerðina hlutu saman verðlaun í flokknum Emergency and Safety. Markmið verkefna í þeim flokki er að miðla á sem bestan máta upplýsingum um mögulegar hættur og hvernig skal forðast þær. Vefirnir tveir eru í raun verkfæri fyrir ólíka markhópa en sinna mjög svipuðu hlutverki, að fræða ferðalanga á sjó og landi hvernig aðstæður eru á og við Ísland, og skipa því mikilvægan sess í öryggisþáttum þjóðarinnar. Hér skiptir því gífurlega miklu máli að mikið magn gagnvirkra upplýsinga sé aðgengilegt á skýran og skilvirkan máta.

Vefur verðlaunanna

Vefur verðlaunanna

Tengt efni

  • Hlynur Axelsson, Sigursteinn Sigurðsson, Anna Karlsdóttir, Kristján Örn Kjartansson, Helga Guðrún Vilmundardóttir og Birta Fróðadóttir. Veðursæld var mikil við úthlutun úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar og fór viðburðurinn mestmegnis fram utandyra.

    Halldóra Arnardóttir hlýtur styrk úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar

  • Hittumst og fögnum!

  • Samband/Connection á 3 days of design

Dagsetning
2. júní 2023
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • Grafísk hönnun
  • Upplýsingahönnun
  • Alþjóðleg verðlaun

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200

Þessi vefur notar vafrakökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun af notkun vefsins. Lesa meira um vafrakökur.