Arkitektafélag Íslands óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra

Arkitektafélag Íslands (AÍ) óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í mjög spennandi og krefjandi starf.
Framkvæmastjóri félagsins vinnur náið með stjórn félagsins að markmiðum félagsins og ber ábyrgð á daglegum rekstri þess. Framkvæmdastjóri félagsins er eini starfsmaður félagsins og deilir hann skrifstofu með Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í Grósku, Bjargargötu 1.
Um er að ræða 50%-100% starf (samkomulagsatriði) og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 12. ágúst 2024.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón og ábyrgð á daglegum rekstri félagsins
 - Stýring fjármála
 - Náið samstarf við stjórn og fastanefndir félagsins
 - Samskipti við félagsmenn AÍ
 - Samstarf við opinbera aðila og önnur fagfélög
 - Ráðgjöf um hönnunarsamkeppnir
 - Umsjón með vef, fréttabréfi og samfélagsmiðlum félagsins
 - Skipulag á viðburðum félagsins
 - Önnur tilfallandi verkefni
 
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 - Þekking og áhugi á arkitektúr
 - Reynsla af stjórn flókinna verkefna
 - Góð íslensku-og enskukunnátta í ræðu og riti
 - Rík samskiptahæfni
 - Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 - Góð tölvu- og tæknikunnátta og þekking á notkun samfélagsmiðla
 
Við hvetjum öll áhugasöm, óháð kyni og uppruna, til að sækja um.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni umsækjanda í starfið. Tekið er á móti umsóknum á netfangið ai@ai.is
Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Upplýsingar um starfið veitir Gerður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands, (gerdur@ai.is) og Sigríður Maack, formaður Arkitektafélags Íslands, (sigridur@arktika.is).


