Að byggja sér bandamenn: Arkitektúr og Marshallaðstoðin 1948-53

Óskar Örn hefur ákveðið að færa fyrirlestur sinn til miðvikudagsins 22. október kl. 17. Það kemur til vegna óhjákvæmilegrar breytingar á dagsetningu útgáfuhátíðar Trausta Valssonar sem varð til þess að báðir viðburðirnir lentu á sama tíma. Óskar hvetur öll til að mæta á útgáfuhátíð Trausta í Þjóðarbókhlöðunni á fimmtudaginn 2. október klukkan 17:00.
Óskar Örn Arnórsson arkitekt og arkitektúrsagnfræðingur verður með fyrirlestur í Grósku miðvikudaginn 22. október kl. 17.
Fyrirlesturinn, sem byggir á doktorsritgerð höfundar, "The Architectures of the Marshall Plan in Europe: France, Greece, Germany, ca. 1948-1952 and Beyond," rekur hvernig Marshallaðstoðin mótaði Evrópu eftir stríð. Með því að skoða arkitektóníska arfleifð aðstoðarinnar í Frakklandi, Grikklandi og Vestur Þýskalandi rýnir höfundur í hvernig kynnisferðir (Frakkland), þróunaraðstoð (Grikkland) og nýting svokallaðra mótvirðissjóða (Vestur Þýskaland) höfðu áhrif á endurreisn, húsnæðisstefnu og daglegt líf í þessum löndum. Einnig er litið til farandsssýningarinnar Europe Builds og hvernig hún mótaði hugmyndina um „Vestur-Evrópu“ snemma í kalda stríðinu. Með því að flétta saman efnahagsmál, pólitík og arkitektúr sýnir fyrirlesturinn hvernig arkitektúr var stjórnvaldstæki sem skildi eftir sig arfleifð sem enn sést í dag.
Spjall og léttar veitingar að fyrirlestri loknum.
📍 Hvar: Fenjamýri, Grósku, Bjargargötu 1
🕛 Hvenær: Miðvikudaginn, 22. október kl. 17:00