Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Dialogue on Design in Nature - Svíþjóð

5. maí 2022
Anna María Bogadóttir, stjórnandi.

Getum við minnkað fótspor okkar í náttúrunni og aukið sveigjanleika með færanlegri hönnun?

Anna María Bogadóttir, arkitekt stýrði nýlega samtölum um hönnun í norrænni náttúru í sendiráðum Íslands í Helsinki, Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Sendiráðin héldu hvert um sig sérstakan viðburð í aðdraganda HönnunarMars, sem fer fram í Reykjavík 4. til 8. maí nk. Anna María fékk til liðs við sig hönnuði, arkitekta og hagsmunaaðila, einn frá Íslandi og einn fulltrúa frá viðeigandi landi, til þess að ræða hlutverk hönnunar í tengslum við sjálfbæra ferðamennsku á Norðurlöndunum. Samtölin eru hluti af verkefninu Hönnun í norrænni náttúru, sem Anna María leiðir fyrir hönd Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, í samstarfi við norrænan stofnanir og sérfræðinga. 

Samtölin koma nú út í fjögurra þátta hlaðvarpsseríu sem allir geta hlustað á, Dialogue on Design in Nature. Hlaðvörpin eru á ensku. 

Er hægt að hanna samband okkar við náttúruna? Hvernig ýtir hönnun undir og styrkir tengsl okkar við náttúruna? Þetta eru meðal spurninga sem verkefnið Hönnun í norrænni náttúru varpar ljósi á. Verkefnið er hluti af formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og snýr að stærra framtaki sem fjallar um sjálfbæran ferðamennsku á Norðurlöndunum. Með völdum verkefnum er varpað ljósi á fjölbreyttar hönnunarlausnir sem ýta undir verndun náttúrunnar og hvetja til ábyrgðar í umgengni við náttúruna. Verkefnin voru valin með því að skoða söguna, staðbundnar hönnunarhefðir og reynt að sjá fyrir möguleika framtíðarinnar sem liggja í nýrri tækni, samstarfi og nýsköpun.

Hlaðvörpin voru tekin upp í bústöðum sendiherra  Íslands á Norðurlöndunum í samstarfi við sendiráðin, Íslandsstofu og norræna samstarfsaðila verkefnisins. 

Hér má sjá þátttakendur í samtali ásamt fulltrúum frá SVID og gestgjafanum sendiherra Íslands í Stokkhólmi, Hannesi Heimissyni.

Þátttakendur í samtalinu í Sendiráði Íslands í Svíþjóð:
Helena Karlberg
er blaðamaður sem hefur unnið að hönnun áfangastaða sem og nýsköpun staða í Svíþjóð síðustu 10 ár. Hún vann t.d. í Kiruna, borg í norður Svíþjóð sem er verið að færa og endurbyggja vegna námuiðnaðar á svæðinu. Helena er reyndur fyrirlesari og kemur oft fram til þess að fjalla efni tengd málefninu. Hún hefur mikla reynslu af því að vinna að hönnunarverkefnum í samstarfi við SVID, Sænska iðnhönnunarsjóðinn og Tækniháskólann í Luleå. Helena var áður í forsvari fyrir hönnun og áfangastaði innan SVID og situr nú í stjórn sjóðsins. Helena er formaður Sænsku hönnunarsamtakanna. 

Áslaug Traustadóttir útskrifaðist sem landslagsarkitekt frá Norska landbúnaðarháskólanum árið 1988 og hefur því yfir 30 ára reynslu af hönnun í faginu. Hún starfaði hjá Pétri Jónssyni  hjá Landark frá 1988 til 1993, vann að sjálfstæðum verkefnum frá 1994 til 1995 og byrjaði þá að vinna að verkefnum hjá Landmótun, landslagsarkitektastofu. Áslaug hefur verið meðeigandi Landmark frá árinu 1999. Á meðal nýlegra verkefna Landmótunar má nefna Geysi - hönnun ferðamannastaðar fyrir Umhverfisstofnun og Sky Lagoon - baðlón í Kópavogi. Landmótun hlaut nýlega fyrstu verðlaun í samkeppni um skipulag og hönnun áfangastaðar og íbúðabyggðar við Leiðarhöfða á Höfn í Hornafirði.. 

Stjórnandi:
Anna María Bogadóttir,
arkitekt og menningarfræðingur, leggur áherslu á menningar- og félagslegar hliðar arkitektúr og vinnur með arf, frásagnir og miðlun sem umbreytandi afl í byggðu umhverfi. Hún er stofnandi Úrbanistan sem fæst við fjölbreytt hönnunar-, varðveislu-, og skipulagsverkefni auk þess að stunda útgáfu, sýninga- og kvikmyndagerð er snýr að eðli og umbreytingu manngerðs umhverfis. Anna María hefur mikla reynslu af stefnumótandi hönnun á landsvísu og alþjóðlegum vettvangi. Hún leiðir verkefnið Hönnun í norrænni náttúru fyrir hönd Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Anna er lektor í arkitektúr við Listaháskóla Íslands.

Hlustaðu á hlaðvarpið hér

Myndir frá viðburðinum hér

Tengt efni

  • Dialogue on Design in Nature - Danmörk

  • Dialogue on Design in Nature - Finnland

  • Dialogue on Design in Nature - Noregur

Dagsetning
5. maí 2022
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • HönnunarMars

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200