Fjarkennsla með Charles Durrett um kjarnasamfélög

16. október 2023

Í nóvember mun Charles Durrett halda fjarfundarnámskeið undir heitinu Hönnun samfélags - betri hverfi: Arkitektúr kjarnasamfélaga (ens: ,,Designing Community-Enhanced Neighborhoods: The Architecture of Cohousing").

Námskeiðið fer frá 2., 9., 16. og 30. nóvember kl 16.30-18.30 (á íslenskum tíma-GMT). Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á að hanna, þróa og/eða skipuleggja kjarnasamfélög.

Frekari upplýsingar og skráning fer fram hér.

Dagsetning
16. október 2023
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Tögg

  • Arkitektúr