HönnunarMars 2020 fer fram í júní

27. maí 2020

HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Stjórnendur hátíðarinnar hafa síðan þá fylgst grannt með öllum vendingum er varða samkomubann, fjöldatakmarkanir, möguleika á ferðalögum til og frá landinu og breytt áætlunum um hátíðina jafnóðum eftir því sem fréttir berast. Í kjölfar jákvæðra frétta er nú ljóst að hátíðin mun fara fram, en með breyttu sniði.

Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars boðar nýjungar og óvænta nálgun. Hátíðin er lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar, hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið.

Dagskrá HönnunarMars 2020 er að taka á sig mynd og ljóst að hún verður einstaklega fjölbreytt og forvitnileg í ár. Öll áhersla verður lögð á sýningar og sýnendur og um leið upplifun og öryggi gesta. Unnið verður að því að miðla sýningum og innihaldi þeirra hér á landi og erlendis m.a. í samstarfi við Íslandsstofu. Að gefnu tilefni munu stórir og mannmargir viðburðir sem hafa verið fastir liðir hátíðarinnar eins og opnunarhóf, DesignTalks, DesignDiplomacy og DesignMatch bíða til ársins 2021. Haft verður samband við alla miðaeigendur á DesignTalks og endurgreiðslur fara fram í gegnum Hörpu.

Við viljum nýta tækifærið til að vekja athygli á mikilvægi skapandi hugsunar á krefjandi tímum.

Þórey Einarsdóttir, stjórnandi HönnunarMars.

HönnunarMars er boðberi bjartsýni og skapandi krafta í samfélaginu. Nú gefst tækifæri til að beina sjónum að hönnun sem drifkraft til nýsköpunar og sýna hversu mikilvægu hlutverki þessar greinar gegna í samfélaginu, á þeim óvissutímum sem við lifum nú. Sem ein af sex borgarhátíðum Reykjavíkur standa vonir til að hátíðin í lok júni veiti íbúum og gestum borgarinnar innblástur og gleði í sumar.

Sjáumst á HönnunarMars!

designmarch
DesignMarch 2020 is on for June! Iceland´s main design festival will take place in Reykjavík this summer! 📢 The festival will take the opportunity to focus on design as a driving force for innovation, and demonstrate the important role of design, architecture and innovation in society, especially during this time of uncertainty the world is facing now. Follow the developing festival program on the DesignMarch website (link in bio) and here on social media to get a glimpse of the Icelandic design scene💥 Let´s be creative and celebrate the importance of design in this new reality the world is facing! #designmarch #hönnunarmars #icelandicdesign #designfestival #reykjavik #iceland
Dagsetning
27. maí 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • HönnunarMars
  • Grafísk hönnun
  • Fatahönnun
  • Gullsmíði
  • Arkitektúr
  • Innanhússarkitektúr
  • Textíll