Hvað hefur skarað fram úr? Opið fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022

8. ágúst 2022

Búið er að opna fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 og hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 29. ágúst 2022. Markmið með innsendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk. 


Hægt er að benda á verk í tveimur flokkum, Hönnunarverðlaun Íslands 2022 og Besta fjárfesting ársins 2022 í hönnun. Vinningshafar geta komið úr öllum greinum hönnunar. 

Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar og arkitektúrs og beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning

Hönnunarverðlaun Íslands eru heiðurs og peningaverðlaun, veitt hönnuði, hönnunarteymi eða -stofu fyrir einstakan hlut, verkefni eða safn verka sem þykja skara fram úr. Hönnuðir þurfa að vera félagar í einu af aðildarfélögum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs eða fagmenn á sínu sviði til að hljóta verðlaunin.

Hönnunarverðlaun Íslands eru peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur. 

Besta fjárfesting í hönnun er viðurkenning sem var veitt var í fyrsta sinn 2015 og veitt er fyrirtæki sem hefur með eftirtektarverðum hætti fjárfest í hönnun og arkitektúr eða innleitt aðferðir hönnunar í grunnstarfsemi sína. Fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna hafa hönnun og arkitektúr að leiðarljósi í starfsemi sinni til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Öll fyrirtæki sem starfa á Íslandi koma til greina. 

Hægt er að benda á eigin verk og verk annarra til miðnættis mánudaginn 29. ágúst. Markmið með innsendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk. 


Dagsetning
8. ágúst 2022
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Hönnunarverðlaun Íslands
  • Fagfélög