Kaupaekkertbúðin opnar

30. nóvember 2023
Mynd: Sebastian Ziegler

KAUPAEKKERTBÚÐIN opna - eina búðin í heiminum sem selur allt (og ekkert). Fyrrum hótelstjórar Nýlundabúðarinnar, hönnuðirnir Rán Flygenring og Elín Elísabet Einarsdóttir, bjóða nú upp á heimsins mesta vöruúrval í KAUPAEKKERTBÚÐINNI. Verslunin opnaði í gær og verður opin alla daga til sunnudagsins, 3. desember.

Á horni Ásvalla- og Hofsvallagötu hefur opnað tímabundin jólagjörningsverslun þar sem hægt er að kaupa allt frá angórupeysum til Teslubíla. Í KAUPAEKKERTBÚÐINNI má þannig svala kaupþorstanum og finna draumajólagjafir allrar fjölskyldunnar – umbúðalausar, umhverfisvænar og án alls kaupviskubits. 

  • KitchenAid hrærivélar frá 79.900,-
  • Teslur frá 7.182.000,- 
  • Konfektmolar - dýrir
  • Ostakörfur og peysur frá 4900,-

Seljum sem minnst, allur ágóði rennur til áframhaldandi umhverfisgjörninga og eru allar vörur þrykktar á pappírsblað og koma í stærðum A6 til A5. Ný og fersk leið til að halda áfram að kaupa, án þess að fylla frekar á skápa og urðunarstaði þjóðarinnar.

NÝJAR VÖRUR DAGLEGA

Opnunartímar sem hér segir:
Miðvikudag 29. nóvember - OPNUNARSPRENGJA 16–19 veitingar og tilboð
Fimmtudag 30. nóvember 12-18
Föstudag 1. desember 12-18
Laugardag 2. desember 12-18
Sunnudag 3. desember 12-18

Skoðið vöruúrvalið á Instagramsíðu verslunarinnar hér.

Verkefnið er styrkt af Hönnunarsjóði

Verslunareigendurnir Elín Elísabet Einarsdóttir og Rán Flygenring.
Dagsetning
30. nóvember 2023
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Grafísk hönnun