Kynning fyrir arkitekta á nýjum lausnum í utanhússklæðningum

Húsasmiðjan býður arkitektum á kynningu á nýjum lausnum í klæðningum, með áherslu á lægra kolefnisspor og umhverfisvænni valkosti. Kynntar verða klæðningar frá Rockpanel úr endurunninni steinull, bambus og hitameðhöndluðu timbri sem er gjaldgengt í vottaðar byggingar. Að auki kemur Kim Mejdahl Madsen frá WOOD UPP í Danmörku og kynnir nýjar og áhugaverðar utanhússklæðningar. Spjall og léttar veitingar.
Skráning fer fram á hlekknum hér að neðan.
📍 Staður: Vinnustofa Kjarval, Fantasíusalur
🕛 Tími: Þriðjudaginn, 26. ágúst kl. 17:00