Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Minn HönnunarMars - Rúna Thors

11. maí 2021

Hvernig verður HönnunarMarsinn þinn? Rúna Thors, fagstjóri í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, deilir hér hvaða sýningum hún ætlar ekki að missa af á HönnunarMars í maí 2021. 

Nú er HönnunarMars í maí er að bresta á í allri sinni dýrð. Dagskráin telur um 80 sýningar sem breiða úr sér um bæinn og því vel við hæfi að fá smá leiðsögn í gegnum fjölbreytta dagskrá sem endurspeglar einstaka grósku íslensks hönnunarsamfélags.

Framtíðin, tækni, sjálfbærni, náttúra, arfleifð og nýsköpun er þátttakendum hugleikin viðfangsefni á hátíðinni í ár sem veitir innblástur inn í nýja tíma.

Næstu vikuna munum við deila hvaða sýningum vel valdir aðilar ætla ekki að láta framhjá sér fara á HönnunarMars í maí 2021 undir yfirskriftinni Minn HönnunarMars.


Hér eru þær sýningar sem Rúna ætlar ekki að missa af í ár

Mygluprentari

Spennandi viðfangsefni, þar sem eitthvað formfast er bjagað með lífrænu inngripi. Svo er þetta teymi sem getur ekki klikkað. Ég hef fylgst með verkefnum þeirra allra og held að saman muni þau kokka upp mikla snilld. 

Mygluprentari

Af ásettu ráði

Sem kennari við Listaháskólann get ég ekki annað en verið ofur spennt fyrir þessari sýningu. Þetta er ákveðinn fasti í árinu hjá manni, vítamínsprauta, orkusprengja og uppskeruhátíð. Mér finnst sérstaklega skemmtilegt að þetta sé núna hluti af HönnunarMars og að þessir nýútskrifuðu hönnuðir séu þannig boðnir velkomnir inn í fagheiminn sinn með lúðraþyt og látum.  

Af ásettu ráði

Arfisti – gjörnýting skógarkerfils

Þegar nytjamöguleikar á staðbundnum efnivið fléttast saman við matarupplifun þá mæti ég. Þar fyrir utan er ég búin að slást við skógarkerfil í garðinum mínum í fjölda ára og þolinmæðin er að þrotum komin. Ég sé fyrir mér að hugarfar mitt til þessa helsta óvinar míns muni breytast í einni svipan á þessum viðburði. 

Arfisti – gjörnýting skógarkerfils

Ástarbréf til Sigvalda Thordarson

Instagram reikningur Loja Höskuldssonar opnaði fyrir mér nýja sýn á heim Sigvaldahúsanna og nú er að koma út bók. Ég get ekki beðið!! Frábært teymi vinnur að bókinni og rúsínan í pylsuendanum eru svo rútuferðirnar þar sem ferðast verður milli gullmolanna. 

Ástarbréf til Sigvalda Thordarson

Fylgið okkur

Þarna fáum við að sjá það ferskasta og nýjasta. Gríðarlega flottur hópur sýnenda og ég er viss um að maður fari út af þessari sýningu upprifinn og endurnærður. 

Fylgið okkur

Kristín Þorkelsdóttir

Þarna fáum við einstakt tækifæri til að skyggnast inn í hugarheim og skissuferli Kristínar. Það er ótrúlegt að sjá hversu víða hún hefur komið við á ferlinum og ég er viss um að sýningarstjórarnir á þessari sýningu munu bjóða upp á mikla veislu. 

Kristín Þorkelsdóttir

Lair of aquatic transmissions

Metnaðarfull og flott dagskrá þar sem skapaður verður vettvangur fyrir umræður um aðkallandi viðfangsefni. Staða og hlutverk hönnuða verða skoðuð auk þess sem opnað er á samtal milli ólíkra sviða innan hönnunar. Sýningin verður í stöðugri þróun svo ég ætla að mæta oft

Lair of aquatic transmissions

Öllum hnútum kunnug

Ótrúlega heillandi viðfangsefni. Sýningin í Hafnarhúsi var djúsí og áferðarfalleg svo ég hlakka mikið til að sjá og heyra meira um rannsóknina.

Öllum hnútum kunnug

Sjónarhorn

Ég mun seint gleyma sýningu þeirra Guðmundar og Hönnu Dísar á HönnunarMars 2020 þar sem æstir sýningargestir kepptust um að kaupa verkin um leið og sýningin opnaði. Ég er því spennt að sjá hvert samtalið hefur leitt þau og hvort að æsingurinn verður eitthvað á við tryllinginn í fyrra.

Sjónarhorn

Ekki missa af HönnunarMars í maí!

Kynntu þér dagskránna í heild sinni á heimasíðu hátíðarinnar hér.

Ekki missa af HönnunarMars í maí!

Tengt efni

  • Minn HönnunarMars ... í maí

  • Minn HönnunarMars - Greipur Gíslason

  • Minn HönnunarMars - Helga Vilmundardóttir

Dagsetning
11. maí 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • HönnunarMars
  • Minn HönnunarMars

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200