Mótun nýrrar hönnunarstefnu stjórnvalda

15. júní 2022

Vinnufundur vegna nýrrar hönnunarstefnu stjórnvalda fór fram í lok maí í Grósku en Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur tekið að sér að halda utan um vinnu við gerð nýrrar Hönnunarstefnu í samstarfi við menningar- og viðskiptaráðuneytið. 

Fjölbreyttur hópur hag - og fagaðila kom saman á áhugavert og mikilvægt stefnumóttil að rýna áherslusvið, móta aðgerðir, skilgreina hindranir og forgangsraða. Við þökkum þeim kærlega fyrir góða vinnu.

Nú stendur yfir vinna í ráðuneytinu og hjá Miðstöðinni við mótun stefnunnar og úrvinnslu þeirra aðgerða sem komu fram á fundinum.

Drög að nýrri Hönnunarstefnu verður kynnt á ársfundi Miðstöðvarinnar þann 22. júní kl. 17- 18.30 en  ný Hönnunarstefna verður svo kynnt í samráðsgátt stjórnvalda. 

Hér má sjá myndir frá fundinum frá Aldísi Pálsdóttur, ljósmyndara.

Dagsetning
15. júní 2022
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Fagfélög