Opið fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð

9. ágúst 2023

Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð. Um er að ræða síðari úhlutun ársins 2023 en umsóknarfrestur rennur út þann 21. september næstkomandi. Hægt er að sækja um þrjár tegundir styrkja auk ferðastyrkja.

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja.

Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi en sjóðurinn er fjármagnaður af stjórnvöldum.

Hönnunarsjóður stuðlar einnig að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar með því að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis.

Á þessu ári hækkaði sjóðurinn upp í 80 milljónir og samhliða því varð sú breyting á að hámark styrkja hækkaði upp í 10 milljónir og ferðastyrkir upp í 150 þúsund hver.

Hönnunarsjóður veitir þrennskonar almenna styrki: 

  • Þróunar- og rannsóknarstyrkir: Styrkir rannsóknir og þróun nýrra hugmynda eða lausna.
  • Verkefnastyrkir: Styrkir nýjar hugmyndir eða lausnir sem búið er að þróa og móta og eru komin á útfærslu- og framkvæmdastig.
  • Markaðs- og kynningarstyrkir: Styrkir verkefni sem komin eru af útfærslu- og framkvæmdastigi og eru fullmótuð og tilbúin til markaðssetningar.
  • Ferðastyrkir auka möguleika hönnuða og arkitekta á því að taka þátt í erlendum samstarfs- og kynningarverkefnum, sýningum, viðburðum, ráðstefnum eða viðskiptastefnumótum. Hægt er að sækja um ferðastyrk fyrir einn einstakling eða fleiri til sömu ferðar. Mælt er með því að umsækjendur ferðastyrkja vegna sama verkefnis/ferðar sæki um sem hópur en ekki hver fyrir sig. 
Dagsetning
9. ágúst 2023
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Hönnunarsjóður