Opið fyrir umsóknir til alþjóðlegs meistaranáms í Listaháskóla Íslands.

6. febrúar 2024

Opnað hefur verið fyrir umsóknir til alþjóðlegs meistaranáms í Listaháskóla Íslands. Listaháskólinn býður upp á tvær námsleiðir í alþjóðlegu meistaranámi í hönnun og  arkitektúr. 

Í hönnun býður skólinn upp á alþjóðlegt meistaranám í Master of  Design & New Environments þar sem boðið er upp á fjölbreytt nám þar sem búið er að tvinna saman hönnun, fjölmiðlun og umhverfismálum. 

Á námstímanum læra nemendur að þróa rannsóknarhæfileika sýna og hanna skapandi verk bæði sem einstaklingar en líka í samvinnu við aðra.  Námið skapar frjósamt námsumhverfi þar sem að nemar fá að huga að sínum hæfileikum til að vinna að nýsköpun fyrir áskorunum sem að framtíðin kann upp á að bjóða.

Meira hér

Alþjóðlegt meistaranám í Arkitektúr eða MArch er það eina sinnar tegundar á Íslandi. Námið er tiltölulega nýtt og útskrifuðust fyrstu nemendurnir úr því í fyrra.  

Námið kollvarpar hefðbundinni kennslu og er markmið námsins heimspekilegt þar sem leitast er eftir merkingu og umfangi byggingarlistar

ásamt margvíslegu samfélagsstofnanna arkitekta. Markmið námsins er tvíþætt, annars vegar að styðja nemendur í að þróa þekkingu, færni og þá eiginleika sem eru nauðsynleg til að vera gagnrýnir og meðvitaðir í sínu starfi.

Ásamt því að byggja sterkt samfélag arkitekta framtíðarinnar sem kanna þá fjölmörgu möguleika sem að svið byggingarannsókna getur skapað. 

 Meira hér

Umsóknarfrestur fyrir alþjóðlegt meistaranám er til og með 8. mars.

Dagsetning
6. febrúar 2024
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Arkitektúr
  • Fagfélög
  • Listaháskóli Íslands