Plastplan X 66°Norður

28. september 2022

Smellan er fyrsta afurð samstarfs Plastplan og 66°Norður. Hönnunarstúdióið og plastendurvinnslan Plastplan hannaði og þróaði smelluna í samstarfi við tónlistarmanninn og vöruhönnunarnemann Loga Pedro. Hver hlutur er framleiddur úr plasti sem fellur til hjá 66°Norður og er liður í að stuðla að hringrás þar sem sjálfbærni er í fyrirrúmi.

Hönnunarstúdíóið og plastendurvinnslufyrirtækið Plastplan, sem var stofnað árið 2019 af þeim Birni Steinari Blumenstein og Brynjólfi Stefánssyni, er í stöðugu samstarfi við framsækin fyrirtæki og aðstoðar þau við að taka aukin græn skref í sinni starfsemi.

Smellan er fyrsta afurð samstarfs Plastplan og 66°Norður. Hönnunarstúdióið og plastendurvinnslan Plastplan hannaði og þróaði smelluna í samstarfi við tónlistarmanninn og vöruhönnunarnemann Loga Pedro. Hver hlutur er framleiddur úr plasti sem fellur til hjá 66°Norður og er liður í að stuðla að hringrás þar sem sjálfbærni er í fyrirrúmi.

Smellan er fest á mittistösku sem framleidd úr afgangsefni úr verksmiðju 66°Norður. Taskan hentar vel fyrir hvers kyns ferðalög þar sem þú þarft að hafa auðvelt aðgengi af t.d. auka pari af hönskum, síma eða veski. Eitt stórt rennt hólf og renndur vasi að framan með endurskini og vatnsheldum rennilás.

Í rauninni snerist þetta um að taka þetta samstarf og láta hlutina tala saman. Við skissuðum upp alls konar mismunandi útfærslur af klemmum. Við vorum búnir að gera skissur sem voru áhugaverðar og tæknilega flóknar en ákváðum á endanum að fara í klemmur sem eru með einfalda mekaník á bak við þær. Hvernig þær hreyfast. Þetta er frekar einfalt form af klemmu en við leyfum okkur svo að miðla áfram ákveðnu stílbragði.“

Logi Pedro

Dagsetning
28. september 2022

Tögg

  • Greinar
  • Vöruhönnun