Safna fyrir lista- og menningaráfangastaðnum Höfuðstöðinni

6. ágúst 2021
Höfuðstöðin, lista- og menningaráfangastaður í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku.

Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir/Shoplifter, stendur að opnun Höfuðstöðvarinnar í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekunni. Um er að ræða lista- og menningaráfangastað sem mun til að mynda geyma varanlega uppsetningu Hrafnhildar, Chromo Sapiens. Hönnuðurinn Björn Blumenstein og fyrirtækið Plastplan sér um innréttingar. Verkefnið er 100% sjálfstætt fjármagnað og núna stendur yfir söfnun á Kickstarter, sem rennur út á sunnudaginn 8. ágúst. 

Shoplifter er einn fremsti nútímalistamaður Íslands og innsetningin Chromo Sapiens var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum 2019 og vakti heimsathygli. Shoplifter er fyrsta íslenska konan til að opna miðstöð fyrir listaverk sín á Íslandi og bjóða almenningi að upplifa verk sín til frambúðar en Hrafnhildur stendur að verkefninu ásamt samstarfskonu sinni Lilju Baldurs. 

Björn Blumenstein og Plastplan sjá um allar innréttingar í Höfuðstöðinni og hafa verið á fullu í allt sumar að smíða borð, stól og annað en arkitektinn Iwo Borkowicz er einnig að vinna þetta með þeim. Plastplan sérhæfir sig í endurvinnslu plastefna, hönnun og fræðslu. 

„Við erum búin að vera að gera þetta allt sam­an upp, en þetta er meiri­hátt­ar hús. Við ætl­um að opna hér kaffi­hús með þess­um líka stóra útipalli sem snýr í suður. Ég hugsa að þetta verði besti staður­inn til að fara á trúnó á Íslandi,“ seg­ir Hrafn­hild­ur í nýlegu viðtali við Mbl.is. 

„Hér er maður al­veg við Elliðaár­dal­inn og ekk­ert sem byrg­ir manni sýn á nátt­úr­una. Fólk þarf ekk­ert endi­lega að koma á sýn­ing­una, held­ur get­ur það komið á kaffi­húsið. Þetta er sveita­sæla inni í miðri Reykja­vík og allt annað and­rúms­loft en í miðbæn­um,“ seg­ir Hrafn­hild­ur og seg­ist sjá fyr­ir sér að í hinum fimm brögg­un­um verði einnig lista- og menn­ing­ar­starf­semi af ein­hverju tagi. Lestu viðtalið hér. 

Hér er hægt að styrkja verkefnið á Kickstarter en söfnunin rennur út sunnudaginn 8. ágúst næstkomandi. 

Hrafnhildur Arnardóttir/Shoplifter
Dagsetning
6. ágúst 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Vöruhönnun
  • Höfuðstöðin