Stikla - William Morris

Fjölbreytt verk eftir breska hönnuðinn William Morris (1834–1896) verða til sýnis á sýningunni Alræði fegurðar! í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, frá 29. júní til 6. október 2019.

Morris, sem kom tvívegis til Íslands, skildi eftir sig einstakan sjónrænan menningararf auk þess sem hugmyndafræði hans um sjálfbærni og mikilvægi handverks rímar vel við áherslur hönnuða í dag.

Tögg

  • HA
  • HA09
  • Stiklur
  • Myndlist