Stikla - Bioplastic Skin

Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir nýtir lífrænt plastlíki, sem unnið er úr dýrahúð, í nýstárlegar umbúðir fyrir kjötvörur. Um er að ræða vistvæna lausn sem leyst gæti einnota plastumbúðir af hólmi. Með verkefninu vonast Valdís til að vekja umræður um neyslumynstur nútímasamfélags, kjötneyslu og fullnýtingu dýraafurða.
Bioplastic Skin hlaut fyrstu verðlaun í flokki frumgerða á Forum Design de Paris árið 2018.


