Stikla - Kvartýra №49

Kvartýra №49 er hönnunarverslun í bakhúsi við Laugaveg sem selur meðal annars fatnað frá upprennandi sjálfstæðum hönnuðum og þekktari fatamerkjum víðs vegar að úr heiminum.
Einn eigendanna er fatahönnuðurinn Natalia Sushchenko sem hannar undir eigin merki, Sushchenko. Haust- og vetrarlína hennar fyrir 2018–2019, sem fáanleg er í Kiosk og Kvartýru №49, samanstendur meðal annars af mynstruðum, áprentuðum flíkum og nútímalegum hvunndagsklæðnaði með viktoríönsku „tvisti“.
Kvartýra №49, Laugavegur 49



