Taktu þátt í að móta framtíð Hönnunarsjóðs

14. ágúst 2023

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við stjórn Hönnunarsjóðs og menningar- og viðskiptaráðuneytið leitar til hönnuða og arkitekta um þátttöku í  könnun sem hefur það að markmiði að efla sjóðinn og móta framtíðarsýn hans.

Könnunin er unnin í samstarfi viðfyrirtækið Arcur, sem mun aðstoða við úrvinnslu og er ætluð þeim sem starfa á sviði hönnunar og arkitektúrs, óháð því hvort viðkomandi hafi fengið styrk úr sjóðnum eða ekki.

Markmiðið könnunarinnar er að fá upplýsingar um skoðanir, þarfir og hugmyndir hönnuða og arkitektaá sjóðnum, áherslum hans og markmiðum. Niðurstöðurnar verða nýttar sem mikilvægt innlegg í framtíðarsýn og þróun Hönnunarsjóðs. Könnunin var send á öll þau sem hafa sótt um styrk í Hönnunarsjóð og á bakland Miðstöðvarinnar.

Við hvetjum öll sem hafa fengið könnunina senda til að gefa sér tíma til að svara og hafa þannig áhrif á framtíð Hönnunarsjóðs.

Dagsetning
14. ágúst 2023
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir