Umsóknafrestur til að sækja um styrki úr borgarsjóði Reykjavíkurborgar rennur út 1. október

28. september 2021
Mynd frá HönnunarMars í maí 2021. Mynd: Aldís Pálsdóttir

Umsóknarfrestur til að sækja um styrki úr Borgarsjóði vegna verkefni 2022 rennur út þann 1. október kl. 12. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda. 

Styrkir eru veittir til verkefna á sviði eftirtalinna málaflokka:

  • félags- og velferðarmála
  • skóla- og frístundamála
  • íþrótta- og æskulýðsmála
  • mannréttindamála
  • menningarmála
Dagsetning
28. september 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Reykjavíkurborg