Dialogue on Design in Nature - hlaðvarp

Ný hlaðvarpssería um hönnun í norrænni náttúru undir stjórn Önnu María Bogadóttur, arkitekts. Samtölin voru tekin upp í sendiráðum Íslands í Helsinki, Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi í aðdraganda HönnunarMars og fékk Anna María til liðs við sig hönnuði, arkitekta og hagsmunaaðila, einn frá Íslandi og einn fulltrúa frá viðeigandi landi, til þess að ræða hlutverk hönnunar í tengslum við sjálfbæra ferðamennsku á Norðurlöndunum.
Samtölin eru hluti af verkefninu Hönnun í norrænni náttúru, sem Anna María leiðir fyrir hönd Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, í samstarfi við norrænar stofnanir og sérfræðinga.
Um er að ræða fjögurra þátta hlaðvarpsseríu sem allir geta hlustað á, Dialogue on Design in Nature. Hlaðvörpin eru á ensku.
Er hægt að hanna samband okkar við náttúruna? Hvernig ýtir hönnun undir og styrkir tengsl okkar við náttúruna? Þetta eru meðal spurninga sem verkefnið Hönnun í norrænni náttúru varpar ljósi á. Verkefnið er hluti af formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og snýr að stærra framtaki sem fjallar um sjálfbæran ferðamennsku á Norðurlöndunum. Með völdum verkefnum er varpað ljósi á fjölbreyttar hönnunarlausnir sem ýta undir verndun náttúrunnar og hvetja til ábyrgðar í umgengni við náttúruna. Verkefnin voru valin með því að skoða söguna, staðbundnar hönnunarhefðir og reynt að sjá fyrir möguleika framtíðarinnar sem liggja í nýrri tækni, samstarfi og nýsköpun.
Hlaðvörpin voru tekin upp í bústöðum sendiherra Íslands á Norðurlöndunum í samstarfi við sendiráðin, Íslandsstofu og norræna samstarfsaðila verkefnisins.