Studio 2020 - Flétta

26. nóvember 2020

Fjársjóðsleit með vöruhönnuðunum Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur frá Fléttu í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina.

Flétta, Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir - Urban miners

Flétta er hönnunarstúdío þeirra Hrefnu Sigurðardóttur og Birtu Rósar
Brynjólfsdóttur. Báðar eru þær með BA gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands og einblína á afgangsefnivið og endurvinnslu. Með því eru þær að beina sjónum sínum að hvernig hönnun hefur áhrif á samfélagið og íbúa þess. Allar vörur Fléttu eru handgerðar á Íslandi.

Þetta innslag er hluti af seríu sem telur 7 myndbandsviðtöl við ólíka hönnuði og var frumsýnt í samstarfi við Dutch Design Week í október.

Stjórnendur og skaparar Studio 2020 eru Hlín Helga Guðlaugsdóttir, stjórnandi DesignTalks, Garðar Eyjólfsson, fagstjóri meistaranáms í hönnun við Listaháskóla Íslands, María Kristín Jónsdóttir, ritstjóri HA, Steinn Einar Jónsson, upplifunarhönnuður og Einar Egils, kvikmyndagerðarmaður með stuðningi Íslandsstofu.

Dagsetning
26. nóvember 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Studio 2020
  • Vöruhönnun
  • Sjálfbærni