Studio 2020 - Valdís Steinarsdóttir

20. nóvember 2020

Hönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir gaf smá innsýn inn í hennar hugarheim og hönnun í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina.

Valdís Steinarsdóttir - Social change through design

Valdís Steinarsdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands með BA gráðu í vöruhönnun 2017. Hún leggur áherslu á efnisrannsóknir og á að finna vistvænar lausnir á vandamálum nútímans. Með verkefnum sínum leitast hún við að skapa umræðu og vekja fólk til umhugsunar, og koma á jákvæðum samfélagslegum breytingum með hönnun sinni. Hún var valin hönnuður ársins á Formex Nova verðlaununum 2020. 

Viðtalið við Valdísi er hluti að seríu sem telur 7 myndbandsviðtöl við ólíka hönnuði og var frumsýnt í samstarfi við Dutch Design Week í október.

Stjórnendur og skaparar Studio 2020 eru Hlín Helga Guðlaugsdóttir, stjórnandi DesignTalks, Garðar Eyjólfsson, fagstjóri meistaranáms í hönnun við Listaháskóla Íslands, María Kristín Jónsdóttir, ritstjóri HA, Steinn Einar Jónsson, upplifunarhönnuður og Einar Egils, kvikmyndagerðarmaður með stuðningi Íslandsstofu.

Dagsetning
20. nóvember 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir
Leikstjóri
Einar Egilsson
Upplifunarhönnun
Steinn Einar Jónsson

Tögg

  • Greinar
  • Vöruhönnun
  • HönnunarMars
  • Studio 2020