Studio 2020 - Mannyrkjustöð Reykjavíkur

22. nóvember 2020

Ræktum okkar innri plöntu með Mannyrkjustöð Reykjavíkur í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina.

Mannyrkjustöð Reykjavíkur - Feeling the soil

Mannyrkjustöð Reykjavíkur er verkefni þar sem borgarbúar fá tækifæri til að rækta sína innri plöntu. Verkefnið er byggt á mannplöntuverufræði sem er rýmið á milli manneskjunnar og plöntunar. Fræðin eru enn í mótun og er mannyrkjustöðin mikilvægur liður í áframhaldandi þróun á þessu sviði. Þar sem náttúran mætir manninum í einlægu flæði án dómhörku og hroka. Hönnuðir og skaparar eru Búi Bjarmar Aðalsteinsson og Hrefna Lind Lárusdóttir.

Þetta innslag er hluti af seríu sem telur 7 myndbandsviðtöl við ólíka hönnuði og var frumsýnt í samstarfi við Dutch Design Week í október.

Stjórnendur og skaparar Studio 2020 eru Hlín Helga Guðlaugsdóttir, stjórnandi DesignTalks, Garðar Eyjólfsson, fagstjóri meistaranáms í hönnun við Listaháskóla Íslands, María Kristín Jónsdóttir, ritstjóri HA, Steinn Einar Jónsson, upplifunarhönnuður og Einar Egils, kvikmyndagerðarmaður með stuðningi Íslandsstofu.

Dagsetning
22. nóvember 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Studio 2020
  • HönnunarMars