Rúmlega 100 ábendingar bárust til Hönnunarverðlauna Íslands 2023

Búið er að loka fyrir ábendingar til Hönnunarverðlaun Íslands 2023 en rúmlega 100 ábendingar um framúrskarandi vörur, verk og staði bárust. Markmið ábendinganna er að tryggja að afburðaverk fari ekki framhjá dómnefnd en nú hefst vinna hennar af fullum krafti og ansi vandasamt verkefni framundan.

Hönnunarverðlaun Íslands verða veitt í tíunda sinn í ár og í tilefni af því hefur verðlaunaflokkum verið fjölgað í þrjá undir heitunum Vara // Staður // Verk. Dómnefnd tilnefnir þrjú verkefni í hverjum flokki og af þeim hlýtur einn sigurvegari í hverjum flokki Hönnunarverðlaun Íslands 2023 sem eru hvor tveggja heiðurs- og peningaverðlaun.

Hönnunarverðlaunin hafa frá upphafi verið veitt þvert á ólíkar greinar hönnunar og arkitektúrs. Með því að fjölga verðlaununum skapast tækifæri til að verðlauna ólíkar áherslur og um leið fjölga tilnefningum og verðlaunahöfum. Breytingin er unnin í nánu samstarfi við bakland Miðstöðvarinnar. 

Hér er hægt að lesa sér nánar til um flokkana.

Hönnunarverðlaun Íslands fara fram í þann 9. nóvember í Grósku. Taktu daginn frá.

Tögg

  • Greinar
  • Hönnunarverðlaun Íslands
  • Fagfélög