Sex hönnuðir opna Kiosk í Grandagarði

21. ágúst 2020

Á morgun opnar hönnunarverslunin Kiosk Grandi, ný verslun sem leggur áherslu á íslenska fatahönnun og fylgihluti, við Grandagarð 35. Sex fatahönnuðir standa að opnun verslunarinnar.

Í viðtali við Hús & Híbýli segir Aníta Hirlekar, sem er ein af hönnuðunum sem munu selja vörur sínar í Kiosk, að opnun verslunarinnar endurspegla grósku fatahönnunar á Íslandi um þessar mundir og með þesu vilji þau gera íslenska fatahönnun aðgengilegri.

„Þetta eru nýir og breyttir tímar. Við getum til dæmis lítið ferðast og þá er jákvætt að sýna hvað er mikið að gerast á Íslandi, segir Aníta.

Þau merki sem verða til sölu í Kiosk eru ANITA HIRLEKAR, MAGNEA, HLIN REYKDAL, BIÐ AÐ HEILSA NIÐRI SLIPP, EYGLO og SUSHCENKO.

Verslunin opnar sem fyrr segir á morgun, 22. ágúst í verbúðunum við Grandagarð 35 en hægt er að fylgjast með versluninni á Instagram hér.

kioskgrandi
Fatamerkið @anita_hirlekar verður fáanlegt í Kiosk Granda 💜 #openingsoon #kioskgrandi
kioskgrandi
Fatamerkið MAGNEA verður fáanlegt í Kiosk Granda 💚 @magnea.reykjavik #openingsoon #kioskgrandi
kioskgrandi
Skartið frá Hlín Reykdal verður fáanlegt í Kiosk Granda 💙 @hlinreykdalstudio #openingsoon #kioskgrandi
kioskgrandi
Fatamerkið @eygloreykjavik verður fáanlegt í Kiosk Granda 🖤 #openingsoon #kioskgrandi
kioskgrandi
Bið að heilsa niðrí Slipp 🧡 fatamerkið @bahns_rvk verður fáanlegt í Kiosk Granda #kioskgrandi #openingsoon
kioskgrandi
Við hlökkum til að taka á móti ykkur í Grandagarði 35 ⚓️ #openingsoon #kioskgrandi
Dagsetning
21. ágúst 2020

Tögg

  • Greinar
  • Fatahönnun