Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

DesignTalks 2023 - Thomas Pausz, hönnuður, listamaður og rannsakandi

30. mars 2023
Thomas Pausz

Thomas Pausz, hönnuður, listamaður og rannsakandi, kemur fram á DesignTalks 3. maí í Hörpu.

Getur sýndarveruleiki fyrir skordýr hjálpað okkur að framleiða mat í gróðurhúsum? Getum við notað gervigreind til þess að lesa í skeljar og skoða þannig breytingar á veðrinu? Geta ágengar plöntur verið DJar í partýjum? Thomas Pausz notar þverfaglegar aðferðir til þess að skoða hvernig samband okkar við náttúruna hefur breyst. Blönduð vistkerfi hans samanstanda af náttúrulegum, lifandi hlutum sem eiga í samtali og samstafi við tækni á óvæntan hátt. Verkefnin hans eru byggð á yfirgripsmiklum rannsóknum á landslagi og samtölum við fræðifólk á sviði loftslagsvísinda, líffræði og lífsiðfræði. 

Thomas er fagstjóri meistaranáms í hönnun við Listaháskóla Íslands og er nú í forsvari fyrir nýtt meistarnám í hönnun sem nefnist, Hönnun, umhverfi og áskoranir (e. MA Design & New Environment). Næstu tvö árin einblínir námið á loftslagsbreytingar og matvælakerfin okkar og nálgast áskoranir þessa viðfangsefna þverfaglega í gegnum hönnun, miðlun og umhverfisfræði. Þessa dagana er Thomas einnig meðlimur í verkefninu Haunted Ecologies hjá Stanley Picker gallerýinu í London og er í vinnustofu við Modular Laboratory í Frakklandi. Thomas skrifar reglulega greinar um rannsóknir sínar og hefur tekið þátt í fjölda sýninga, m.a. The Swamp Pavilion á Arkitektatvíæringnum í Fenyjum, Interspecies Futures (IF) í Centre for Book Arts í New York og Species Without Spaces á Hönnunartvíæringinum í Istanbúl.

Exhibition at Delfina Foundation
Digital Invasives (Floating Primrose)
Workshop at Atelier Luma, with Thomas Vailly and Garðar Eyjólfsson
Residency at Modular Laboratory
Smell simulation for pollinators, Thomas Pausz with Dr. Shannon Olsson.

DesignTalks 2023 fer fram miðvikudaginn 3. maí í Silfurbergi í Hörpu. Stjórnandi er Hlín Helga Guðlaugsdóttir.

Í ár mun DesignTalks takast á við spurninguna Hvað nú? / What now?, staldra við, fást við áskoranir líðandi stundar, velta upp og kanna mögulegar leiðir - og ef vel tekst til, vekja enn fleiri spurningar!

DesignTalks ráðstefnan varpar ljósi á mikilvægi hönnunar og arkitektúrs í samfélagslegum og hnattrænum breytingum, með erindum um áhrifamikil verkefni og innblásnum samtölum. Hönnuðir, arkitektar og skapandi hugsuðir, erlendir og innlendir veita innsýn í brýn viðfangsefni af öllu hjarta. Ekkert er utan seilingar.

Tryggðu þér miða á DesignTalks

Viltu fjölmenna og panta fyrir hóp? Vinsamlegast hafðu samband við midasala@harpa.is s. 5285050. Við minnum einnig á að kanna möguleika á niðurgreiðslu stéttarfélaga vegna miðakaupa.

Miðasala fer fram hér.

Svipaðar greinar

  • DesignTalks 2023 - Paola Antonelli, yfirsýningarstjóri arkitektúrs og hönnunar hjá MoMA, framleiðandi MoMA Salon R&D og stofnandi Design Emergency

  • DesignTalks 2023 - Odile Decq, arkitekt og borgarskipulagsfræðingur

  • DesignTalks 2023 - Natsai Audrey Chieza, stofnandi og framkvæmdarstjóri Faber Futures

  • DesignTalks 2023 - Peter Veenstra, landslagsarkitekt og einn stofnandi LOLA Landscape Architects

  • DesignTalks 2023 - Sigríður Sunna Reynisdóttir, stofnandi og listrænn stjórnandi ÞYKJÓ

  • DesignTalks 2023 - Pavel Vrzheshch, stofnandi og listrænn stjórnandi úkraínsku auglýsingastofunnar Banda

  • DesignTalks 2023 - Michael Hendrix, alþjóðlegur hönnunarstjóri og meðeigandi IDEO

Dagsetning
30. mars 2023

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • DesignTalks
  • HönnunarMars
  • DesignMarch
  • Fagfélög
  • HA

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200