Feneyjatvíæringur í arkitektúr
Feneyjatvíæringur í byggingalist er einn mikilvægasti viðburður á sviði arkitektúrs á heimsvísu. Byggingarlistin hefur verið hluti af Feneyjatvíæringnum í listum frá árinu 1968, en fékk sinn eigin vettvang árið 1980.
Árið 2023 samþykkti alþingi aðgerðaráætlun í málefnum hönnnunar og arkitektúrs um þátttöku Íslands í Feneyjartvíæringnum og hófst undirbúningsvinna strax í kjölfarið. Nú, árið 2024, er í fyrsta sinn kallað eftir tillögu í opnu kalli að sýningu Íslands fyrir tvíæringinn í arkitektúr í Feneyjum sem mun standa yfir frá 10. maí til 23. nóvember 2025. Mennta- og menningarmálaráðuneyti Íslands hefur falið Miðstöð hönnunar og arkitektúrs umsjón með framkvæmd verkefnisins.
Upphaflega tók arkitektatvíæringurinn í byggingarlist yfir örlítinn hluta hinnar sögufrægu skipasmíðastöðvar Arsenale, en samfara vexti arkitektatvíæringsins hefur sá hluti þróast, stækkað og verið hluti af sýningarrými myndlistar- og arkitektatvíæringsins allar götur síðan, ásamt Giardini sýningarsvæðinu. Á tvíæringnum koma saman aðilar sem vinna á vettvangi arkitektúrs og þróun manngerðs umhverfis, t.a.m. fulltrúar ríkja, sveitarfélaga, arkitektar og hönnuðir, sérfræðingar á sviði byggingartækni, framleiðendur byggingarefna, fjárfestar og þróunaraðilar bygginga svo einhverjir séu nefndir. Árið 2023 voru 63 þjóðir sem tóku þátt í tvíæringnum og voru sýningagestir yfir 285.000 talsins og komu þeir allstaðar að úr heiminum.