
Úr herbergi í herbergi - hannaðu híbýli í sumarfríinu!
Hönnunarsafn Íslands býður upp á fimm daga sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 9-12 ára dagana 10.-14. júní, milli kl. 13-16. Námskeiðsgjald er 22.500 kr.
5. júní 2024

Skipulagssamkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal - Uppfærður skilafrestur
Athugið að skilafrestur í framkvæmdasamkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal hefur verið framlengdur um tvær vikur. Engar fyrirspurnir bárust í samkeppnina.
2. júní 2024

Opið fyrir umsóknir í Ásmundasal
Ásmundarsalur óskar eftir umsóknum fyrir komandi sýningarár; Myndlist, sviðslist, tónlist og hönnun. Umsóknarfrestur er til 15. júní.
28. maí 2024

HönnunarMars 2024 - Hvernig var?
Nú er HönnunarMars að baki, sextánda árið í röð, þar sem sirkúsandar svifu yfir höfuðborgarsvæðinu með fjölmörgum og fjölbreyttum sýningum og viðburðum. En hvernig var þín upplifun af hátíðinni í ár?
24. maí 2024

Rannsóknir í mannvirkjagerð-Bréf frá Vísindaráði til félagsmanna
Arkitektafélagi Íslands hefur borist bréf frá Vísindaráði mannvirkjagerðar þar sem arkitekar eru hvattir til að lista upp þær rannsóknir sem þeir telja aðkallandi í mannvirkjagerð.
22. maí 2024

Málþing um sýningarhönnun
Borgarsögusafn blæs til málþings um sýningahönnun miðvikudaginn 22. maí kl. 15:00-17:00 á Árbæjarsafni. Þátttaka er ókeypis en skráning er nauðsynleg. Tilefnið er nýliðinn HönnunarMars en þar mátti sjá margar áhugaverðar og vel hannaðar sýningar.
21. maí 2024

Leiðsögn um útskriftarsýningu BA nema í arkitektúr
Fimmtudaginn 16. maí kl. 19.30 verður leiðsögn um útskriftarsýningu BA nema í arkitektúr í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Þar munu sýningarstjórar fara yfir verk þeirra 15 arkitektúrnema sem nú útskrifast með BA gráðu frá LHÍ.
15. maí 2024

PLANNORD - snemmskráning til 15. maí
Snemmskráning á norræna skipulagsrannsóknaþingið PLANNORD lýkur miðvikudaginn 15. maí. Er þetta í ellefta sinn sem þingið er haldið en það fer fram í Reykjavík dagana 21. - 23. ágúst.
12. maí 2024

Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands
Útskriftarhátíð LHÍ er hafin en hún er afar fjölbreytt og á dagskrá eru fjölmargir viðburðir frá öllum deildum Listaháskólans. Frítt er inn á alla viðburði. Útskriftarsýning hönnunar- og arkitektúrdeildar opnar laugardaginn 11. maí í Hafnarhúsinu.
8. maí 2024

Horfðu á DesignTalks 2024
Lykilviðburður HönnunarMars, alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks, fór fram í Hörpu 24. apríl síðastliðinn. Dagskrá dagsins var fjölbreytt þar sem sirkusandinn sveif yfir og var fjallað um áskoranir samtímans af framúrskarandi fyrirlesurum, sem komu víðsvegar að og notuðu þekkingu sína til að leita lausna. Ráðstefnunni var streymt beint í samstarfi við Dezeen og Íslandsstofu og hér er hægt að horfa daginn í heild sinni.
7. maí 2024

Íslenskar timburvörur fyrir byggingar, x IIW
Miðvikudaginn 15. maí stendur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í samstarfi við Grænni byggð/Green Building Council Iceland, Bændasamtök Íslands og Land og skógur fyrir viðburði um íslenskar timburvörur á Nýsköpunarvikunni Iceland Innovation Week.
7. maí 2024

Feneyjatvíæringur í arkitektúr - fyrirspurnir og svör
Fyrirspurnir og svör við fyrirspurnum um atriði sem varða opið kall og valferlið.
7. maí 2024

Innleiðing lífsferilsgreininga - Morgunfundur
Föstudaginn 3. maí milli 9.00-10.30 mun Húsnæðis-og mannvirkjastofnun, SAMARK (SI) og Arkitektafélag Íslands standa sameiginlega að morgunfundi þar sem ný samþykkt breyting á byggingareglugerð um innleiðingu lífsferilsgreininga verður kynnt fyrir arkitektum.
29. apríl 2024

Opið kall - hugmynd að sýningu Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs kallar eftir tillögum að sýningu Íslands fyrir 19. alþjóðlega tvíæringinn í arkitektúr í Feneyjum, sem mun standa yfir frá 24. maí til 23. nóvember 2025. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt með opnu kalli.
23. apríl 2024

Rýnifundur - samkeppni um skóla í Vogabyggð
Rýnifundur um þær tillögur sem bárust í samkeppni um nýja skólabyggingu í Vogabyggð verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl kl. 16.00 í Borgartúni 12-14.
23. apríl 2024

Skipulagssamkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal
Mýrdalshreppur efnir í samráði við Arkitektafélag Íslands til framkvæmdasamkeppni um verkefnið Austurbyggð Víkur – skipulagssamkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal.
22. apríl 2024

Hlutverk hönnunar á tímum náttúruvár
Bláa Lónið í samstarfi við HönnunarMars, Arkitektafélag Íslands og FÍLA - Félag íslenskra landslagsarkitekta stendur fyrir samtali um viðbragðshönnun–hlutverk hönnunar þegar bregðast þarf við náttúruhamförum eða ófyrirséðum aðstæðum. Viðburðurinn fer fram föstudaginn 26. apríl kl. 12:00 - 14:00.
21. apríl 2024

Fjárfestum í hönnun, ungir fatahönnuðir og fjölbreyttar sýningar hjá Landsbankanum á HönnunarMars
HönnunarMars er rétt handan við hornið en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl og fjölbreytt dagskráin breiðir úr sér um alla borg. Landsbankinn er styrktaraðili HönnunarMars og þar fara fram viðburðir og sýningar sem ná yfir breitt svið hönnunar.
19. apríl 2024

Flétta tekur snúning á búningum Icelandair
Getur einkennisfatnaður orðið að tösku? Snúningur er samstarfsverkefni Icelandair og vöruhönnuðanna Hrefnu Sigurðardóttur og Birtu Rós Brynjólfsdóttur hjá Stúdíó Fléttu. Verkefnið felur í sér að finna eldri einkennisbúningi Icelandair nýjan farveg.
19. apríl 2024