
Skýrsla Hönnunarmiðstöðvar Íslands fyrir árið 2019 er komin út
Skýrsla ársins 2019 hefur nú litið dagsins ljós en þar er farið yfir rekstur Hönnunarmiðstöðvar, innlend sem erlend verkefni og almenna starfssemi. Hægt er að skoða skýrsluna í rafrænu formi hér.
5. október 2020

Útskriftarnemar í meistaranámi LHÍ taka þátt í Dutch Design Week
Útskriftarárgangur meistaranema í hönnun 2020 frá Listaháskóla Íslands tekur þátt í Dutch Design Week 2020 með útskriftarsýningu sinni HOW LONG WILL IT LAST?
2. október 2020

Endurmenntun HÍ - sérkjör til félagsmanna Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Félagsmönnum aðildarfélaga Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs býðst 20% afsláttur á tvö námskeið úr dagskrá haustmisseris hjá Endurmenntun.
2. október 2020

122 umsóknir bárust í Hönnunarsjóð - úthlutun fer fram 15. október
Síðasta úthlutun Hönnunarsjóðs 2020 fer fram 15. október næstkomandi. Alls bárust 122 umsóknir í sjóðinn að þessu sinni.
24. september 2020

Stafrænt hakkaþon - íslenskar umhverfis- og borgarlausnir í USA
Viðburðurinn "Nordic City Solutions in North America” er stafrænt hakkaþon á vegum Nordic City Solutions haldið 13. október til 19. nóvember nk. Um er að ræða fimm þróunarverkefni þar sem óskað er eftir norrænum fyrirtækjum til að hanna eða bjóða lausnir á sínum sérfræðisviðum í samstarfi við fyrirtæki frá Bandaríkjunum og Kanada.
21. september 2020

Hver hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2020?
Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fara fram í nóvember en þetta er í sjöunda sinn sem þau verða veitt. Verðlaunin varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Vinningshafar í gegnum tíðina hafa verið af fjölbreyttum toga og frá ýmsum sviðum hönnunar og arkitektúrs.
19. september 2020

Hverjir skipa dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2020?
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2020 hefur þegar hafið störf en hennar hlutverk er að velja handhafa heiðursverðlauna Hönnunarverðlauna Íslands, viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og svo sjálf aðalverðlaunin, Hönnunarverðlaun Íslands. En hverjir skipa dómnefndina?
17. september 2020