
Hönnunarsamkeppni fyrir brú yfir Fossvog
Hönnunarsamkeppni fyrir brú yfir Fossvog hefur nú verið auglýst á vef Ríkiskaupa, en brúin er hluti af fyrstu framkvæmdalotu Borgarlínunnar. Um framkvæmdasamkeppni er að ræða fyrir útlit og hönnun brúarinnar en hún verður einungis ætluð almenningssamgöngum, hjólandi og gangandi. Skilafrestur er til kl. 12:00 þann 21.maí.
7. apríl 2021

Sjálfbær stefnumörkun - rafrænn fyrirlestur 25. mars
David Quass, Global director brand sustainability hjá Adidas heldur rafrænan fyrirlestur um sjálfbæra stefnumörkun hjá vörumerkjum. Fundurinn fer fram 25. mars milli kl. 9 - 10 og fundarstjóri er Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður.
22. mars 2021

Dagur Eggertsson arkitekt með opinn fyrirlestur í LHÍ
Dagur Eggertsson arkitekt heldur opinn fyrirlestur í arkitektúrdeild og hönnunardeild miðvikudaginn 17. mars kl. 12:15 – 13:00 á Microsoft Teams. Dagur hóf nýlega störf sem gestaprófessor við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Hann útskrifaðist frá Arkitektaskólanum í Osló árið 1992 og Tækniháskólanum í Helsingfors 1997.
17. mars 2021

Lumar þú á hugmynd fyrir Torg í biðstöðu 2021?
Reykjavíkurborg óskar eftir áhugasömum einstaklingum eða hópum að taka þátt í verkefninu Torg í Biðstöðu. Í ár er þemað hvílustæðu þar sem markmiðið er að hanna og framkvæma tímabundin Hvílustæði (e. parklet). Frestur rennur úr 12. apríl.
11. mars 2021

Taktu þátt að móta hið nýja evrópska Bauhaus
Norrænum arkitektum, hönnuðum, listamönnum, verkfræðingum, vísindamönnum, frumkvöðlum, námsmönnum og öllum öðrum áhugasömum er boðið að taka þátt í að móta norræna áherslur fyrir hið nýja evrópska Bauhaus, skapandi samstarf með það markmið að efla sjálfbærni, samstöðu, gæði og fagurfræði.
11. mars 2021

Kjarnasamfélag, umhverfisvænn plötuspilari, náttúruleg efni og lífrænir verðlaunapeningar meðal styrkþega Hönnunarsjóðs
Hönnunarsjóður úthlutaði þann 5. mars 20 styrkjum til ólíkra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs og 13 ferðastyrkjum til 10 verkefna. Að þessu sinni voru 23,5 milljónum úthlutað en alls bárust 150 umsóknir um rúmar 255 milljónir.
8. mars 2021

Viðtal við Pétur H. Ármannsson
1. mars 2021











