
Viðtal við Pétur H. Ármannsson
1. mars 2021
Aðalfundur Arkitektafélag Íslands miðvikudaginn 24. febrúar
24. febrúar 2021

„Umhverfið og framtíðin kalla á meiri meðvitund í hönnun“
Í haust verður í fyrsta sinn á Íslandi hægt að sækja sér menntun á meistarastigi í arkitektúr á Íslandi í Listaháskóla Íslands. Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og deildarforseti hjá LHÍ, segir dýrmætt að geta stundað nám í arkitektúr á Íslandi og mun það efla fagið og stuðla að sterkari stétt hérlendis. Sjálfbærni verður miðlæg í náminu og byggist á þeim sérstöku aðstæðum sem við búum við.
17. febrúar 2021

Nýtt meistaranám í arkitektúr við Listaháskóla Íslands
Þetta verður í fyrsta sinn sem arkitektúr er kenndur á meistarastigi á Íslandi og því í fyrsta sinn sem nemendum í arkitektúr gefst kostur á að ljúka fullnaðarnámi í arkitektúr hérlendis. Meistaranám í arkitektúr við Listaháskóla Íslands er tveggja ára alþjóðlegt nám og hefst haustið 2021. Umsóknarfrestur til 7. apríl.
17. febrúar 2021

95 dagar í HönnunarMars
HönnunarMars í maí 2021 fer fram dagana 19-23. maí. Valnefnd hátíðarinnar hefur legið yfir umsóknum síðustu vikur og er dagskrá hátíðarinnar í ár byrjuð að taka á sig forvitnilega og fjölbreytilega mynd.
12. febrúar 2021

Metfjöldi umsókna í fyrstu úthlutun Hönnunarsjóðs 2021
Umsóknarfresti í Hönnunarsjóð lauk á miðnætti um fyrstu úthlutun ársins 2021. Alls bárust 150 umsóknir, sem er langmesti fjöldi umsókna sem sjóðnum hefur borist í hefðbundnu umsóknarferli undanfarin ár.
5. febrúar 2021

Sértilboð til aðildarfélaga Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs vorið 2021 hjá Endurmenntun HÍ
Félagsmönnum aðildarfélaga Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs býðst 20% afsláttur á tvö námskeið úr dagskrá vormisseris hjá Endurmenntun.
4. febrúar 2021

GP arkitektar auglýsa eftir arkitekt
2. febrúar 2021

Þrjú íslensk verk tilnefnd til Mies van der Rohe verðlaunanna
Búið er að opinbera tilnefningar til European Union Prize for Contemporary Architecture – Mies van der Rohe Award fyrir árið 2022. Drangar, Guðlaug og þjónustuhús við Hafnarhólma á Borgarfirði eystra er þau íslensku verk sem eru tilnefnd.
3. febrúar 2021

Hönnunarsjóður - umsóknarfrestur rennur út 4. febrúar
Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð en um almenna- og ferðastyrki er að ræða. Umsóknarfrestur er til miðnættis 4. febrúar og fer úthlutun fram þann 4. mars.
2. febrúar 2021

+ARKITEKTAR auglýsa laus störf
1. febrúar 2021

Studio Granda hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fyrir verkefnið Dranga
Hönnunarverðlaun Íslands 2020 voru afhent með rafrænum hætti í dag, 29. janúar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhenti arkitektunum Margréti Harðardóttir og Steve Christer frá Studio Granda Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fyrir verkefnið Drangar.
29. janúar 2021

Heiðursverðlaunahafi Hönnunarverðlauna Íslands 2020 er Kristín Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður
Hönnunarverðlaun Íslands 2020 voru afhent með rafrænum hætti þann 29. janúar. Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra veitti Kristínu Þorkelsdóttur, grafískum hönnuði, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020.
29. janúar 2021

66°Norður hlýtur viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaunum Íslands 2020
Hönnunarverðlaun Íslands 2020 voru afhent með rafrænum hætti þann 29. Janúar. Hönnunarfyrirtækið 66°Norður hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á Hönnunarverðlaununum 2020 og var það Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins sem veitti eigendum 66°Norður, Bjarneyju Harðardóttur og Helga Rúnari Óskarssyni ásamt hönnunarteymi fyrirtækisins viðurkenninguna.
29. janúar 2021

Trausti Valsson gefur þjóðinni 14 bækur um skipulag
29. janúar 2021



