Fatahönnunarfélag Íslands

FÍ er fagfélag fatahönnuða á Íslandi. Markmið þess er að efla samheldni meðal þeirra sem starfa við fatahönnun á Íslandi og standa vörð um réttindi félagsmanna. Félagið leggur áherslu á að stuðla að öllu því er til framfara horfir í greininni og að efla hugvit innan íslenskrar fatahönnunar. Félagið leggur sig fram við að upplýsa almenning um fatahönnuði og þeirra starfsvettvang.

Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir gerir kerti í samstarfi við Tim Burton
Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður, gerir Pyropet kerti fyrir sýningu leikstjórans, kvikmyndagerðamannsins og listamannsins Tim Burton í Neon Museum í Las Vegas. Um er að ræða kerti sem byggt er á lógó sýningarinnar, Spaðakertið, sem hefur vakið mikla lukku.
23. október 2019

Námskeið í þrívíddarprentun í leir í Myndlistaskólanum í Reykjavík
Þann 23. ágúst hefst námskeið í þrívíddarprentun í leir í Myndlistaskólanumí Reykjavík. Á námskeiðinu, sem stendur yfir í sjö kennsludaga, munu þátttakendur tileinka sér undirstöðuþekkingu við notkun leirþrívíddarprentara en Myndlistaskólinn er eini skólinn á landinu sem býður uppá kennslu í þrívíddarprentun í leir.
12. ágúst 2021

Leitin að framúrskarandi verkum á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi er hafin
Búið er að opna fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2021 en hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 5. september næstkomandi. Markmið þess að senda inn ábendingar er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd.
9. ágúst 2021

Útgáfa og uppskeruhátíð - Náttúrulitun í nútíma samhengi
Fatahönnuðurðinn Sigmundur P. Freysteinsson fagnar útgáfu á rannsókn sinni á textíllitun, Náttúrulitun í nútímasamhengi, í bókverki sem inniheldur greinargóðan gagnagrunn náttúrulita úr íslensku umhverfi. Samtals um 440 litatónar. Útgáfuhófið fer fram í Hönnunarsafni Íslandi fimmtudaginn 5. ágúst kl. 16 og allir velkomnir.
3. ágúst 2021

Sumarlokun skrifstofu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Skrifstofa Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs lokar vegna sumarleyfa frá 12. júlí en opnar aftur þriðjudaginn 3. ágúst.
9. júlí 2021

„Tæknin vísar veginn og hefur áhrif á hugarflug okkar að því leyti hvað er mögulegt að gera og hvernig við getum nýtt það til að gera eitthvað enn flóknara”
Valdís Steinarsdóttir, vöruhönnuður sem farið hefur óhefðbundnar leiðir og Halldór Eldjárn, listamaður sem vinnur með tónlist, forritun, vísindi og hönnun ræða um sköpun, tilraunir, tækni, nýjar leiðir - og trylltan áhuga íhlaðvarpi HönnunarMars, DesignTalks talks, sem er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
11. júlí 2021

HönnunarMars 2022 fer fram dagana 4. - 8. maí
Við fögnum aftur mars í maí! Stærsta hönnunarhátíð landsins, HönnunarMars, breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið fyrstu helgina í maí 2022.
7. júlí 2021

HönnunarMars að bresta á í allri sinni dýrð
Nú er HönnunarMars svo sannarlega að bresta á í allri sinni dýrð og margt og mikið á dagskránni svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
27. mars 2019

Takk fyrir frábæran HönnunarMars 2019 - hér eru þær sýningar sem eru áfram opnar
Þá er enn einum frábærum HönnunarMars lokið og fjöldi manns sem hefur verið að drekka í sig hönnun alla vikuna á sýningarflakki um borg og bæ. Við þökkum kærlega fyrir frábærar viðtökur og vel heppnaða hátíð.
1. apríl 2019

Matarboð í Hönnunarsafninu innblásið af Róm
Ítalskt matarboð innblásið af Róm í tengslum við sýninguna Borgarlandslag verður í Hönnunarsafni Íslands, núna föstudaginn 26. apríl klukkan 19:00 - 22:00
24. apríl 2019

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands
Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands, fer fram á morgun, þriðjudaginn 30. apríl kl. 19:00 í Flóa, Hörpu.
29. apríl 2019

Framtíðin þemað í þriðja tölublaði Blætis
Tímaritið Blæti kemur út í kvöld, þriðjudaginn 30.apríl, í þriðja sinn. Ritstjórar eru Saga Sig og Erna Bergmann en hönnunarteymið StudioStudio, Arnar Freyr Guðmundsson og Birna Geirfinnsdóttir ásamt Chis Petter Spilde, sáu um að hanna nýtt útlit tímaritsins.
30. apríl 2019

Útskriftarnemendur í meistaranámi í hönnun opna sýningu í Ásmundasal
Útskriftarnemendur í meistaranámi í hönnun: Explorations & Translations við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslandsopna útskriftarsýningu sína OMEN klukkan 20:00 þann 4. maí næstkomandi í Ásmundarsal, Freyjugötu 41, Reykjavík. Sýningin mun standa til 19. maí.
3. maí 2019

Stefnumót um eflingu íslenskrar hönnunar og arkitektúrs í Grósku
Í vikunni fóru fram tveir vinnufundir í Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stjórnað var af Hlín Helgu Guðlaugsdóttur, hönnuði og ráðgjafa þar sem fjölbreyttur hópur fólks koma saman til að eiga samtal um markmið og aðgerðir til að efla hönnun og arkitektúr á Íslandi.
2. júlí 2021

Hannar gönguskó úr joggingbuxum fyrir herferð Íslandsstofu
Fatahönnuðurinn Ýr Þrastardóttir var fengin til að hanna gönguskó úr joggingbuxum fyrir nýja markaðsherferð Íslandsstofu. Hún mun standa vaktina í sumar í miðbænum og breyta buxum í skó fyrir ferðamenn.
24. júní 2021

Hreyfiafl sjálfbærrar verðmætasköpunar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skrifar um hönnun og arkitektúr á Íslandi.
23. júní 2021

Skörp sýn til framtíðar
Kristján Örn Kjartansson, formaður stjórnar og Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, varaformaður stjórnar skrifa fyrir hönd stjórnar Miðstöðvar hönnunar arkitektúrs.
23. júní 2021

Skýrsla Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs 2020 er komin út
Skýrsla ársins 2020 hefur nú litið dagsins ljós en þar er farið yfir rekstur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, innlend sem erlend verkefni og almenna starfssemi. Hægt er að skoða skýrsluna í rafrænu formi hér.
23. júní 2021

Taktu þátt í að móta framtíð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi
Þér er boðið til samtals um markmið og aðgerðir til að efla hönnun og arkitektúr á Íslandi. Taktu þátt í að skerpa fókusinn út frá brýnum málefnum svo sem húsnæðismálum, heilbrigðismálum, umhverfismálum, atvinnumálum, lýðheilsu og jafnrétti á vinnufundum í Grósku undir stjórn Hlínar Helgu Guðlaugsdóttur.
22. júní 2021

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2021
Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar 2021. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Tillögur skulu berast eigi síðar en 1. júlí næstkomandi.
21. júní 2021