Félag vöru-og iðnhönnuða

Félag vöru- og iðnhönnuða er fagfélag hönnuða á Íslandi. Hlutverk félagsins er að vera málsvari hönnuða, með virku samtali og opnu upplýsingaflæði. Auk þess að efla þekkingu á faginu og gæta hagsmuna félagsmanna. Félagið hefur það að leiðarljósi að stuðla að faglegum vinnubrögðum og eflingu hönnunar.

Hverjir skipa dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2020?
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2020 hefur þegar hafið störf en hennar hlutverk er að velja handhafa heiðursverðlauna Hönnunarverðlauna Íslands, viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og svo sjálf aðalverðlaunin, Hönnunarverðlaun Íslands. En hverjir skipa dómnefndina?
17. september 2020

Sýningin 100% Ull opnar í Hönnunarsafni Íslands
Á sýningunni er að finna dæmi um vörur úr íslenskri ull sem hönnuðir og handverksfólk er að fást við í dag. Þátttakendur eru Ásthildur Magnúsdóttir, Magnea Einarsdóttir, Kormákur & Skjöldur, Kula by Bryndís, Ró og Ístex.
17. september 2020

FJÖRUTÍU SKYNFÆRI - útskriftarsýning Listaháskóla Íslands opnar í Gerðasafni
Fjörutíu skynfæri er heiti útskriftarsýningar nemenda í hönnun og arkitektúr við Listaháskóla Íslands. Sýningin opnar í Gerðarsafni, Kópavogi sunnudaginn 30. ágúst 2020.
27. ágúst 2020

Valdís Steinarsdóttir vinnur Formex Nova verðlaunin 2020
Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hlýtur sænsku hönnunarverðlaunin Formex Nova 2020 en þetta var tilkynnt nú í morgun. Verðlaunin hlýtur hún fyrir verkefni sín Bioplastic Skin og Just Bones og hrósar dómnefndin Valdísi sérstaklega fyrir metnað til að hanna einstakar lausnir á samfélags- og umhverfislegum vandamálum í opnu samtali við áhorfendur.
18. ágúst 2020

Björn Steinar, Johanna Seelemann og Brynjar Sigurðarson meðal sýnenda í norrænni samsýningu í Helsinki
Vöruhönnuðirnir Björn Steinar Blumenstein, Johanna Seelemann og Brynjar Sigurðarson sýna Travel as a Tool í hinu virta finnska hönnunarsafni Design Museo í Helsinki. Á sýningunni er að finna verk eftir nokkra af fremstu hönnuðum heims.
10. ágúst 2020

Earth Matters by Philip Fimmano
Philip Fimmano tísku- og lífstílssérfræðingur, sýningarstjóri og náinn samstarfsmaður Lidewij Edelkoort, eins frægasta framtíðarrýnis í heimi.
26. maí 2020

Við getum hannað framtíðina
Í starfi sínu ferðast vöruhönnuðurinn og framtíðarfræðingurinn Helga Jósepsdóttir um heimsbyggðina og veitir ráðgjöf um það sem er okkur flestum hulin ráðgáta – framtíðina.
26. maí 2020

Hanna Dís Whitehead fyrsti íslenski hönnuðurinn hjá ÅBEN
Hanna Dís Whitehead var að dögunum tilkynnt sem níundi, og fyrsti íslenski hönnuðurinn, hjá ÅBEN, fyrirtæki sem sérhæfir sig í að selja vörur eftir efnilega norræna hönnuði.
19. maí 2020

Þórunn Árnadóttir hannar kerti til styrktar Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur þriðja árið í röð
Um er að ræða árlegt söluátak Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjarvíkur. Mæðrablómið, og er sala hafin á kertinu sem inniheldur leyniskilaboð frá þjóðþekktum konum.
6. maí 2020

„Plast algjört draumaefni“
Vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein og Brynjólfur Stefánsson voru á dögunum í fróðlegu innslagi í RÚV Menning um Plastplan - hönnunarstúdíó og eina endurvinnsla landsins sem tekur á móti öllum flokkum plasts.
5. maí 2020

Lestrarhestur og teppi Katrínar Ólínu kynnt á hönnunarvikunni í Stokkhólmi
Hönnuðurinn Katrín Ólína og finnska fyrirtækið Made by Choice leiddu saman hesta sína og endurhönnuðu smáhillu Katrínar sem frumsýnd var á Stockholm Furniture Fair í síðustu viku. Einnig sýndi Katrín Ólína textíl sem hún vann í samstarfi við Kathea rugs í Svíþjóð.
12. desember 2019

Silfursmiðurinn Anna María Pitt opnar vinnustofu í Hönnunarsafni Íslands
Silfursmiðurinn Anna María Pitt tekur yfir vinnustofurýmið í safnbúð Hönnunarsafns Íslands og stendur vinnustofudvölin til 26. janúar 2020.
25. október 2019

Íslensk verkefni á heimsmælikvarða keppa fyrir Íslands hönd í verðlaunum Art Directors Club Europe (ADC*E)
Verðlaun Art Directors Club Europe (ADC*E) verða veitt í 29. sinn í Barcelona í byrjun nóvember næstkomandi.
25. október 2019

HönnunarMars ein af borgarhátíðum Reykjavíkur 2020-22
HönnunarMars hefur verið valin ein af borgarhátíðum Reykjavíkur 2020 – 2022 og því ein af 6 lykilhátíðum borgarinnar.
24. október 2019

Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir gerir kerti í samstarfi við Tim Burton
Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður, gerir Pyropet kerti fyrir sýningu leikstjórans, kvikmyndagerðamannsins og listamannsins Tim Burton í Neon Museum í Las Vegas. Um er að ræða kerti sem byggt er á lógó sýningarinnar, Spaðakertið, sem hefur vakið mikla lukku.
23. október 2019

Geysir frumsýnir nýjustu línu sína, Fýkur yfir hæðir, í dag
Geysir frumsýnir nýjustu línu sína, Fýkur yfir hæðir, í porti Hafnarhússins í dag, föstudaginn 18. október. Allir velkomnir.
18. október 2019

Gleði á opnun afmælissýningar Félag íslenskra gullsmiða.
Félag íslenskra gullsmiðavarð 95 ára þann 19. október síðastliðinn og að því tilefni sameinuðust rúmlega 30 gullsmiðir í sýningu til heiðurs félaginu í Austursal 5. hæð í Hörpu.
18. október 2019

Textílfélagið heldur upp á 45 ára afmæli með sýningu í Kirsuberjatrénu
Textílfélagið heldur upp á 45 ára afmæli sitt í ár og býður af því tilefni til sýningar í Kirsuberjatrénu.
17. október 2019

Kula glass by Bryndís komin í úrslit hjá Interior Design Awards
Kula glass eftir Bryndísi Bolladóttur, textílhönnuð er komin í úrslit um yfir bestu hönnun ársins hjá tímaritinuInterior Design, sem er virtur miðill í heimi innanhúshönnunar vestanhafs.
15. október 2019

Skartgripahönnuðurinn Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir hannar Bleiku slaufuna 2019
Bleika slaufan 2019 er hönnuð afGuðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur, skartgripahönnuði í AURUM Bankastrætien í dag, 11. október er Bleiki dagurinn. AURUM by Guðbjörg hefur fest sig í sessi og fagnar 20 ára afmæli í ár.
11. október 2019