DesignTalks 2023 - Sigurður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri brand, hönnunar- og nýsköpunarsviðs Bláa lónsins. Meðeigandi í Design Group Italia

22. apríl 2023

Sigurður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri brand, hönnunar- og nýsköpunarsviðs Bláa lónsins og meðeigandi í Design Group Italia kemur fram á DesignTalks í Hörpu miðvikudaginn 3. maí.

Sigurður hefur, sem yfirhönnuður Design Group Italia í meira en 20 ár, unnið að  fjölbreyttum hönnunarverkefnum, allt frá verkefnum fyrir heilbrigðisgeiranum til matvæla, húðumhirðu og ferðamannastaða. Meðal viðskiptavina hans eru Bláa lónið, Pepsico, Design Holding, Louis Poulsen, ABB, Kone, 3M og Unicef. Sigurður hóf störf hjá Bláa lóninu árið 1997 sem vörumerkja- og hönnunarráðgjafi. Árið 2016 varð hann framkvæmdastjóri vörumerkja og hönnunar hjá Bláa lóninu og hefur síðan verið ábyrgur fyrir allri hönnunarstarfsemi fyrirtækisins, m.a. á þróun The Retreat, glæsilegu hóteli og heilsulind við Bláa lónið auk annara verkefna víða um Ísland.

Meðal annara verkefna sem Sigurður hefur unnið að má nefna umhverfisverndarverkefni Bjarkar, Náttúra, þverfaglega verkefnið Vatnavinir og Iceland Health, sem unnið var í samvinnu við íslensk stjórnvöld og ferðamálageirann. Síðan 2019 hefur hann unnið með MITdesignX að rannsóknarverkefni sem hefur það að markmiði að draga lærdóm af bestu hönnunaraðferðum til að hjálpa okkur að takast á við flókin vandamál og hanna lausnir til að styrkja samfélagið.

Í daglegum störfum sínum hjá Design Group Italia og Bláa lóninu  hefur Sigurður verið virkur í að kanna hvernig hönnun getur verið drifkraftur fyrir ábyrgra nýsköpun og félagslegra þróun.

Sigurður Þorsteinsson hefur hlotið fjölda hönnunarverðlauna m.a. Compasso d'Oro, Hönnunarverðlaun Íslands og iFs, verk hans birtast reglulega í miðlum á borð við Dezeen, Wallpaper, Financial Times og Time magazine.

DesignTalks 2023 fer fram miðvikudaginn 3. maí í Silfurbergi í Hörpu. Stjórnandi er Hlín Helga Guðlaugsdóttir.

Í ár mun DesignTalks takast á við spurninguna Hvað nú? / What now?, staldra við, fást við áskoranir líðandi stundar, velta upp og kanna mögulegar leiðir - og ef vel tekst til, vekja enn fleiri spurningar!

„Auðmýkt. Enginn veit allt en saman vitum við margt.”   
- Hlín Helga Guðlaugsdóttir, listrænn stjórnandi DesignTalks

DesignTalks ráðstefnan varpar ljósi á mikilvægi hönnunar og arkitektúrs í samfélagslegum og hnattrænum breytingum, með erindum um áhrifamikil verkefni og innblásnum samtölum. Hönnuðir, arkitektar og skapandi hugsuðir, erlendir og innlendir veita innsýn í brýn viðfangsefni af öllu hjarta. Ekkert er utan seilingar.

Dagsetning
22. apríl 2023

Tögg

  • DesignTalks
  • HönnunarMars
  • DesignMarch
  • Fagfélög
  • HA