Góðar leiðir

Góðar leiðir er bræðingur verkefna á sviði innviðahönnunar ferðamannastaða sem byggir á víðtæku samtali milli stofnana, sveitarfélaga, fagfólks og ferðaþjónustuaðila.

Verkefnið felur í sér kortlagningu, stefnumótun og þróun hönnunarferla við uppbyggingu, innleiðingu og viðhald innviða, með það að markmiði að vernda viðkvæma náttúru og greiða aðgengi að sterkri náttúrupplifun.

Fegurð, virðing og öryggi eru leiðarstef Góðra leiða sem Miðstöð hönnunar og arkitektúrs vinnur í samstarfi við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Með þróun Góðra leiða fléttar Miðstöð hönnunar og arkitektúrs saman ólíka þræði opinberra verkefna á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Annars vegar gegnum verkefnið Hönnun í norrænni náttúru sem er hluti af formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni, Gagnvegir góðir. Hins vegar gegnum verkefni samstarfshóps um aukna fagþekkingu, bætta hönnun og samræmingu merkinga á ferðamannastöðum sem tengjast Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum.