
Notkun timburs í arkitektúr með áherslu á íslenskt efni
29. október 2021

Sjáumst á Hönnunarverðlaunum Íslands 2021
Nú styttist í gleðina í Grósku í tilefni af Hönnunarverðlaunum Íslands 2021. Hrund Gunnsteinsdóttir , framkvæmdastjóri Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni stýrir Samtalinu og pallborðsumræðum og Guðrún Sóley Gestsdóttir, fjölmiðlakona sér um að kynna verðlaunaafhendinguna sem fer fram í kjölfarið. Húsið opnar 15.
27. október 2021

Opið fyrir umsóknir í frumkvöðlasjóð Íslandsbanka
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Umsóknarfrestur er til 7. nóvember en markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar og styðja við bakið á frumkvöðlaverkefnum.
19. október 2021

Þetta er íslensk hönnun
Í vikunni fór af stað einstakt átak þar sem vakin er athygli á íslenskri hönnum en það er Eyjólfur Pálsson, gjarna kenndur við Epal sem stendur að baki átakinu sem ætlað er að gera fjölbreytileika íslenskrar hönnunar sýnilegar með auglýsingum á umhverfismiðlum um allt höfuðborgarsvæðið.
19. október 2021

Leiðarhöfði - Forval vegna skipulags og hönnunar áfangastaðar/íbúðabyggðar
Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir eftir þátttakendum í forval vegna hugmyndaleitar um skipulag og hönnun áfangastaðar/íbúðabyggðar við Leiðarhöfða á Höfn í Hornafirði. Samkeppnin er haldin í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA.
18. október 2021

Laugavegur - annar fyrirlestur í fyrirlestrarröðinni Sneiðmyndar LHÍ
Annar fyrirlestur Sneiðmyndar - sameiginlegrar fyrirlestrarraðar arkitektúr- og hönnunardeilda Listaháskóla Íslands - verður haldinn miðvikudaginn 20. október næst komandi. Þar munu Anna Dröfn Ágústsdóttir, fagstjóri fræða við Hönnunardeild, og Guðni Valberg, arkitekt, fjalla um bókina Laugavegur. Í henni er byggingar- og verslunarsaga aðalgötunnar sögð í máli og myndum.
18. október 2021

Vegrún kynnt á ráðstefnu Slysavarnarfélagsins Landsbjörg
Vegrún, merkingarkerfi fyrir ferðamannastaði og friðlýst svæði, verður með kynningu á morgun, laugardaginn 16. október á ráðstefnu Slysavarnarfélagsins Landsbjörgu sem fer fram á Grand hótel. Gerður Jónsdóttir, verkefnastjóri Góðra leiða og Atli Þór Árnason, hönnuður Kolofon, sem sáu um hönnun merkingarkerfisins sjá um kynninguna.
15. október 2021

Þykjó tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2021
Hönnunarverkefnið Þykjó eftir hönnuðina Sigríði Sunnu Reynisdóttur, Ninnu Þórarinsdóttur, Sigurbjörgu Stefánsdóttir og Erlu Ólafsdóttur hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Nú er búið að tilkynna allar fimm tilnefningar til verðlaunanna í ár. Afhendinga og málþing því tengt fer fram í Grósku þann 29. október næstkomandi. Nánari upplýsingar síðar.
9. október 2021

Gleðin við völd á úthlutun Hönnunarsjóðs í Grósku
Gleðin var við völd á seinni úthlutun Hönnunarsjóðs árið 2021. Hér má sjá brot af stemmingunni í Grósku miðvikudaginn 6. október. Ljósmyndari: Víðir Björnsson.
8. október 2021

Samtök skapandi greina blása til sóknar
Samtök skapandi greina eru breiður samráðsvettvangur, sem ætlað er að vinna að sameiginlegum hagsmunum og standa vörð um þessar greinar á Íslandi. Er þar átt við listir, sköpun, hugverk og menningu, sem og atvinnu- og viðskiptalíf sem af þeim skapast.
7. október 2021

Söluhús við Ægisgarð tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2021
Söluhús við Ægisgarð eftir Yrki arkitekta hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Næstu daga munum við svipta hulunni af tilnefningum ársins 2021 en verðlaunaafhending og málþing því tengt mun fara fram í Grósku þann 29. október næstkomandi. Takið daginn frá!
7. október 2021
Húsnæðiskostur & híbýlaauður-Samtal
Verkefnið Húsnæðiskostur & híbýlaauður hlaut styrk úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar fimmtudaginn 30. september sl. Í tilefni þess munu styrkþegar eiga samtal um verkefnið þriðjudaginn 8. október kl. 20.30 í Grósku.
5. október 2021

Skattakynning Myndstefs - fyrir höfunda sjónlistaverka
Þann 1. janúar 2020 tóku gildi breytt skattalög sem fólu í sér að greiðslur vegna seinni afnota höfundavarinna verka eru fjármagnstekjuskattskyldar (22%) en ekki tekjuskattaðar (31,45 – 46,25%), eins og áður fyrr. En hvað þýðir þetta? Myndstef stendur fyrir kynningu á þessum lögum og reglum þann 21. október kl. 16.
4. október 2021

JARÐSETNING – íslensk heimildamynd um endalok og nýtt upphaf í manngerðu umhverfi frumsýnd á RIFF
Laugardaginn 2. október kl. 17 verður heimildamyndin Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur arkitekt frumsýnd í Bíó Paradís. Með aðalhlutverk í myndinni fer stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu, sem rís á sjöunda áratugnum í anda alþjóðlegra framtíðarhugmynda. Endalok framtíðarbyggingar á endastöð hugmynda um einnota byggingar.
30. september 2021

Göngu- og hjólavænt borgarumhverfi
Námskeið um göngu- og hjólavænt borgarumhverfi á vegum Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) í samstarfi við meistaranám í skipulagsfræði við sama skóla. Kennari á námskeiðinu er Harpa Stefánsdóttir arkitekt og dósent í skipulagsfræðum við Norges miljø- og biovitenskapelige universitet (NMBU).
27. september 2021

Löggildingarnámskeið fyrir mannvirkjahönnuði
27. september 2021

Vekjum athygli á mikilvægi hönnunar og arkitektúrs fyrir samfélagið
Aldrei of oft sagt að hönnun og arkitektúr gegnir lykilhlutverki til búa hér til sjálfbært samfélag byggt á hönnun, hugviti og nýsköpun.
23. september 2021

Ráðstefna um hönnun skólabygginga sem tæki til menntaumbóta
21. september 2021


