
Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja.
Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi en sjóðurinn er fjármagnaður af stjórnvöldum.
Hönnunarsjóður stuðlar einnig að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar með því að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis. Fyrsta úthlutun úr Hönnunarsjóði var árið 2013.

Umsóknarfrestir 2026
Almennir- & ferðastyrkir
- 11. nóvember 2025 – 28. janúar 2026 (á miðnætti)
Úthlutun 12. mars 2026
Almennir- & ferðastyrkir
- 27. mars 2026 – 16. september 2026 (á miðnætti)
Úthlutun 21. október 2026
Þróunar- og rannsóknarstyrkir
- Er ætlað að styrkja rannsóknir og þróun nýrra hugmynda eða lausna. Verkefni sem hlotið hefur þróunar- og rannsóknarstyrk á möguleika á að fá verkefnastyrk síðar.
Verkefnastyrkir
- Er ætlað að styrkja nýjar hugmyndir eða lausnir sem búið er að þróa og móta og eru komin á útfærslu- og framkvæmdastig. Verkefni sem hlotið hefur verkefnastyrk á möguleika á að fá markaðs- og kynningarstyrk síðar.
Markaðs- og kynningarstyrkir
- Er ætlað að styrkja verkefni sem komin eru af útfærslu- og framkvæmdastigi og eru fullmótuð og tilbúin til markaðssetningar.
Hámarksupphæð almennra styrkja er 10 milljónir króna.
Ferðastyrkir
- Er ætlað að auka möguleika hönnuða og arkitekta á því að taka þátt í erlendum samstarfs- og kynningarverkefnum, sýningum, viðburðum, ráðstefnum eða viðskiptastefnumótum. Hægt er að sækja um ferðastyrk fyrir einn einstakling eða fleiri til sömu ferðar. Mælt er með því að umsækjendur ferðastyrkja vegna sama verkefnis/ferðar sæki um sem hópur en ekki hver fyrir sig. Veittir verða allt að 15 ferðastyrkir í hverri úthlutun að upphæð 150 þúsund hver.
Stjórn Hönnunarsjóðs 2025 - 2026 skipa:
Borghildur Sturludóttir, arkitekt, skipuð af menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti, formaður stjórnar, Greipur Gíslason, ráðgjafi, skipaður af menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti, Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir, fatahönnuður, Þorleifur G. Gíslason, grafískur hönnuður og Ingólfur Freyr Guðmundsson, hönnuður, skipuð af stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Varamenn eru þau Kristján Örn Kjartansson, arkitekt, Þórunn Hannesdóttir, vöruhönnuður og Sæunn Huld Þórðardóttir, fatahönnuður.
Umsóknum skal skilað rafrænt í sérstöku umsóknarformi sem hægt er að nálgast á vefsíðu sjóðsins.
Hafa samband






















