122 umsóknir bárust í Hönnunarsjóð - úthlutun fer fram 15. október

Síðasta úthlutun Hönnunarsjóðs 2020 fer fram 15. október næstkomandi. Alls bárust 122 umsóknir í sjóðinn að þessu sinni.
24. september 2020

Sýningin PREFAB/FORSMÍÐ opnar á Seyðisfirði

Á sýningunni eru sýnd forsmíðuð einingahús með það að markmiði að vekja athygli á áhrif byggingarlistar á líf okkar, og þá sérstaklega hvaða hlut einingahús geta átt í framtíð manngerðs umhverfis. Sýningin opnar 26. september í sýningarsal Skaftfells, miðstöð myndlistar á Seyðisfirði.
23. september 2020

Stafrænt hakkaþon - íslenskar umhverfis- og borgarlausnir í USA

Viðburðurinn "Nordic City Solutions in North America” er stafrænt hakkaþon á vegum Nordic City Solutions haldið 13. október til 19. nóvember nk. Um er að ræða fimm þróunarverkefni þar sem óskað er eftir norrænum fyrirtækjum til að hanna eða bjóða lausnir á sínum sérfræðisviðum í samstarfi við fyrirtæki frá Bandaríkjunum og Kanada.
21. september 2020

Hver hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2020?

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fara fram í nóvember en þetta er í sjöunda sinn sem þau verða veitt. Verðlaunin varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Vinningshafar í gegnum tíðina hafa verið af fjölbreyttum toga og frá ýmsum sviðum hönnunar og arkitektúrs.
19. september 2020

Hver fær viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun árið 2020?

Besta fjárfesting í hönnun er viðurkenning sem veitt var í fyrsta sinn árið 2015 en þau fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna hafa hönnun og arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi.
18. september 2020

Hverjir skipa dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2020?

Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2020 hefur þegar hafið störf en hennar hlutverk er að velja handhafa heiðursverðlauna Hönnunarverðlauna Íslands, viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og svo sjálf aðalverðlaunin, Hönnunarverðlaun Íslands. En hverjir skipa dómnefndina?
17. september 2020

Sýningin 100% Ull opnar í Hönnunarsafni Íslands

Á sýningunni er að finna dæmi um vörur úr íslenskri ull sem hönnuðir og handverksfólk er að fást við í dag. Þátttakendur eru Ásthildur Magnúsdóttir, Magnea Einarsdóttir, Kormákur & Skjöldur, Kula by Bryndís, Ró og Ístex.
17. september 2020

Búið að opna fyrir umsóknir í styrki úr borgarsjóði

Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsemi á árinu 2021. Umsóknartímabil er frá 15. september - 15. október.
16. september 2020

Hönnunarskólinn fyrir 13-16 ára hefst 30. september

Klifið, skapandi setur, kynnir í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands Hönnunarskóla, námskeið fyrir krakka á aldrinum 13- 16 ára. Í Hönnunarskólanum fá þáttakendur innsýn inn í störf og aðferðarfræði hönnuða. Námskeiðið hefst 30. september næstkomandi.
14. september 2020

„Verðlaunin virkuðu eins og ákveðið spark í rassinn fyrir okkur að halda áfram ótrauð á okkar vegferð“

Genki Instruments unnu Hönnunarverðlaun Íslands árið 2019 fyrir hringinn Wave. Jón Helgi Hólmgeirsson, yfirhönnuður Genki segir verðlaunin vera gífurleg viðurkenning sem hafi gert fyrirtækið þeirra meira áberandi á Íslandi sem og erlendis. Búið er að opna fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2020.
13. september 2020

Námskeið - Leiðtogi í Upplifunarhönnun 

Akademias í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs býður upp á takmarkaðan fjölda sæta á sérstöku verði. Námskeiðið Leiðtogi í upplifunarhönnun er samstarfsverkefni fjölda sérfræðinga og fyrirtækja sem vilja efla aðferðafræði við mótun upplifunar á Íslandi.
11. september 2020

Sex íslenskir hönnuðir taka þátt í stafrænu hönnunarsýningu Adorno, Virtual Design Destination: New Reality

Samsýning danska hönnunargallerísins Adorno, Virtual Design Destination: New Reality, er hluti af London Design Festival 2020 og fer öll fram í sýndarveruleika. Íslenskir hönnuðir taka þar þátt ásamt ríflega 100 kollegum sínum frá 14 löndum.
11. september 2020

Barnafatamerkið As We Grow þróar fullorðinslínu

As We Grow hlaut nýverið tvær milljóna króna styrk frá Hönnunarsjóði sem ætlunin er að nýta til að þróa fullorðinslínu merksins. Gréta Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi merkisins er í viðtali við Atvinnulífið á Vísi.
9. september 2020

Erna Skúladóttir á samsýningunni Soil Matters á Helsinki Design Week

Erna Skúladóttir er meðal sýnenda á samsýningunni Soil Matters sem er á Hönnunarsafninu í Helsinki og hluti af hönnunarvikunni sem fer fram í borginni um þessar mundir.
9. september 2020

Ert þú frumkvöðull eða sproti og vantar aðstöðu?

Nýtt frumkvöðla- og sprotasetur opnar í Grósku. Vísindagarðar Háskóla Íslands opna á næstunni framúrskarandi aðsetur fyrir frumkvöðla- og sprotafyrirtæki á fyrstu stigum, þar sem boðið er upp á vinnuaðstöðu, fjölbreytta fræðslu og þjálfun. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Arkitektafélag Íslands verða með skrifstofu í setrinu.
8. september 2020

Hönnunarsjóður – umsóknarfrestur rennur út 17. september

Umsóknarfrestur í síðustu úthlutun Hönnunarsjóðs árið 2020 rennur út 17. september næstkomandi. Um er að ræða almenna- og ferðastyrki.
4. september 2020

Aníta Hirlekar vinnur til gullverðlauna á The International Design Awards

Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar vinnur til gullverðlauna á The International Design Awards, árlegri uppskeruhátíð arkitekta og hönnuða. Hún hlaut gullverðlaun í flokki Pret-A-Porter Woman fyrir haust- og vetrarlínu sína sem var frumsýnd á HönnunarMars 2019.
1. september 2020

Tískusýning LHÍ í beinu streymi í kvöld á Vísir.is

Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun 2020 við Listaháskóla Íslands fer fram í kvöld, 1. september klukkan 19:30 með mjög óvenjulegum hætti. Á tískusýningunni sjálfri verða engir gestir vegna hertra takmarkana í ljósi Covid-19, heldur mun Vísir streyma henni beint þar sem hægt verður að horfa.
1. september 2020

Opið fyrir umsóknir um sýningarhald í Ásmundarsal 2021

Ásmundarsalur óskar eftir tillögum að sýningum, viðburðum eða uppákomum sem fanga fjölbreytileika listarinnar. Einnig er óskað eftir vinnustofu listamanns í Gunnfríðargryfju í einn til tvo mánuði í senn.
31. ágúst 2020