
Opið kall - FLEY, samsýning nýútskrifaðra og upprennandi hönnuða
Félag vöru-og iðnhönnuða stendur nú fyrir opnu kalli á verkum fyrir sýninguna FLEY sem haldin verður í fyrsta skipti á HönnunarMars í apríl. FLEY er samsýning nýútskrifaðra og upprennandi hönnuða!
21. febrúar 2024

,,Ótrúlega gefandi starf með frábæru fólki"
Vilt þú taka þátt í að skipuleggja viðburði hjá Arkitektafélaginu? Arkitektafélag Íslands leitar að öflugum einstaklingum til taka þátt í starfi dagskrárnefndar fyrir árið 2024. Dagskrárnefnd vinnur náið með framkvæmdastjóra félagsins og skipuleggur m.a. þriðjudagsfyrirlestra félagsins sem haldnir eru einu sinni í mánuði ásamt öðrum uppákomum og viðburðum.
13. febrúar 2024

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2024 snúast um sjálfbæra byggingarstarfsemi
Í ár rennur verðlaunafé umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, sem nemur 300 þúsundum danskra króna, til aðila á Norðurlöndum sem lagt hefur eitthvað sérstakt að mörkum til þess að stuðla að sjálfbærni í byggingariðnaði. Fram til 30. apríl getur almenningur sent inn tillögur að tilnefningum til verðlaunanna.
13. febrúar 2024

Basalt arkitektar hljóta Steinsteypuverðlaunin í fjórða sinn
Basalt arkitektar hlutu Steinsteypuverðlaunin í fjórða sinn 2. febrúar síðastliðinn en verðlaunin í ár hlutu þau fyrir sjóböðin GeoSea á Húsavík. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Steinsteypudeginum 2024 á Grand Hótel.
12. febrúar 2024

HönnunarMars 2024 - Þar sem kaos er norm og jafnvægi list
Á hátíðinni í ár er ástand heimsins speglað í sirkusnum. Snúum öllu á hvolf með gleði, forvitni og hugrekki! Hönnuðir, arkitektar og skapandi hugsuðir þenja mörk hins mögulega með spennandi sýningum, viðburðum, vinnustofum, leiðsögnum og opnunum um allan bæ á HönnunarMars 2024 dagana 24. - 28. apríl.
8. febrúar 2024

ARKÍS arkitektar leita að arkitektum og byggingarfræðingum vegna aukinna verkefna
Vegna aukinna verkefna leita ARKÍS arkitektar að arkitektum og byggingafræðingum til þess að verða hluti af þverfaglegu teymi stofunnar.
8. febrúar 2024

Sýningin Wasteland opnar í Norræna húsinu
Hvernig getum við lágmarkað myndun úrgangs og umframefna á Íslandi og getum við nýtt þau verðmætu efni sem falla til hér á landi betur í staðbundnum verkefnum innan byggingariðnaðarins? Sýningin Wasteland eftir dansk- íslenska nýsköpunar- og arkitektastofuna Lendager opnar í Norræna húsinu laugardaginn 10. febrúar.
6. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir til alþjóðlegs meistaranáms í Listaháskóla Íslands.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir til alþjóðlegs meistaranáms í Listaháskóla Íslands. Skólinn býður upp á tvær námsleiðir í alþjóðlegu meistaranámi í hönnun og arkitektúr. Umsóknarfrestur er til og með 8. mars.
6. febrúar 2024

Vilt þú taka þátt í nefndarstörfum fyrir Arkitektafélag Íslands?
Aðalfundur Arkitektafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 21. febrúar nk.. Á aðalfundi er m.a. kosið um setu í stjórn og nefndum fyrir félagið.
2. febrúar 2024

Námskeið fyrir hönnuði og arkitekta hjá Endurmenntun Háskóla Íslands
Félögum í fagfélögum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs býðst 20% afsláttur af tveimur námskeiðum á vormisseri hjá Endurmenntun HÍ. Um er að ræða námskeið í öllum námskeiðsflokkum, að undanskildum námskeiðum með erlendum sérfræðingum og námskeiðum sem tilheyra lengra námi.
1. febrúar 2024

Námskeið fyrir arkitekta hjá Endurmenntun Háskóla Íslands
Félagsfólki Arkitektafélags Íslands býðst 20% afsláttur af tveimur námskeiðum á vormisseri hjá Endurmenntun HÍ. Um er að ræða námskeið í öllum námskeiðsflokkum, að undanskildum námskeiðum með erlendum sérfræðingum og námskeiðum sem tilheyra lengra námi.
31. janúar 2024
Þriðjudagsfyrirlestur AÍ: Roger Mullin og Performatívar prótótýpur
Kanadíski arkitektinn Roger Mullin heldur þriðjudagsfyrirlestur AÍ, Performatívar prótótýpur, þar sem hann skoðar hönnun í ófyrirsjáanlegu umhverfi. Fyrirlesturinn fer fram þriðjdaginn 6. febrúar kl. 17.00 í Fenjamýri, Grósku-Vatnsmýri.
31. janúar 2024

Hups - ferlar og verkfæri framtíðar
Ráðgjafafyrirtækið Hups, í samstarfi við Samtök iðnarins, FSRE og HR, boðar til innblástursdags fimmtudaginn 1. febrúar kl. 9-17.30 í Háskólanum í Reykjavík til að ræða ferla, verkfæri og framtíð byggingariðnaðarins.
23. janúar 2024

Aðalfundur Arkitektafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 21. febrúar
Miðvikudaginn 21. febrúar verður aðalfundur Arkitektafélags Íslands haldinn og hefst hann kl. 17.15. Fundurinn verður haldinn í Grósku, í salnum Fenjamýri á jarðhæð. Aðalfundi verður einnig streymt fyrir þá sem eiga ekki heimangengt.
23. janúar 2024

Samkeppni um byggingu stúdentagarða - Myndir í betri upplausn
Myndir af Klettaborg og Borgarbraut eru nú komnar inn á vefinn okkar í betri upplausn (34,2MB). Skil í samkeppnina eru fimmtudaginn 25. janúar 2024.
23. janúar 2024

Óskað eftir abstrakt - Norræna skipulagsráðstefnan PLANNORD
Norræna ráðstefnan PLANNORD verður haldin í Reykjavík 21. - 23. ágúst á þessu ári. Ráðstefnan er nú haldin í ellefta sinn og fer hún fram á Hótel Natura í Reykjavík. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að fylgjast með umfjöllun um skipulagsmál í norrænu samhengi, rannsóknir á sviðinu, tækifæri og áskoranir.
15. janúar 2024

Myndbönd - Samkeppni um byggingu stúdentagarða fyrir Félagsstofnun stúdenta Akureyri
Myndbönd af samkeppnissvæði eru aðgengileg í samkeppni um byggingu stúdentagarða fyrir Félagsstofnun stúdenta-Akureyri.
12. janúar 2024

Fjöldi umsókna barst um þátttöku á HönnunarMars 2024
Búið er að loka fyrir umsóknir um þátttöku á HönnunarMars 2024 og bárust fjöldi forvitnilega og fjölbreyttra umsókna í ár. Líkt og fyrri ár verða yfir 100 sýningar á dagskrá sem breiða úr sér á helstu sýningarsvæðum hátíðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Nú hefst vinna faghóps hátíðarinnar að rýna umsóknir og teymi HönnunarMars við undirbúning á hátíðinni.
12. janúar 2024

TEIKNA - Teiknistofa arkitekta leita að arkitekt og/eða byggingafræðing til að ganga til liðs við stofuna
TEIKNA - Teiknistofa arkitekta leita að arkitekt og/eða byggingafræðing til að ganga til liðs við stofuna í fullt starf eða hlutastarf.
9. janúar 2024

Jón Kristinsson, arkitekt, hlýtur riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu
Jón Kristinsson arkitekt, hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar síðastliðinn fyrir frumkvöðlastarf í vistvænni húsagerðarlist á alþjóðavettvangi.
3. janúar 2024