Félag vöru-og iðnhönnuða

Félag vöru- og iðnhönnuða er fagfélag hönnuða á Íslandi. Hlutverk félagsins er að vera málsvari hönnuða, með virku samtali og opnu upplýsingaflæði. Auk þess að efla þekkingu á faginu og gæta hagsmuna félagsmanna. Félagið hefur það að leiðarljósi að stuðla að faglegum vinnubrögðum og eflingu hönnunar.

Hönnunarinnsetningin Ómsveppir frumsýnd í Elliðaárdal
Elliðaárstöð býður í upplifunargöngu og fræðslu um sveppi í Elliðaárhólma í tilefni af því að hönnunarinnsetning Kristínar Maríu Sigþórsdóttur og Friðriks Steins Friðrikssonar, Ómsveppir, hefur nú verið komið fyrir í skógarrjóðri. Sveppirnir gefa frá sér falleg hljóð í skóginum sem falla vel að skóginum. Gangan fer fram á sunnudaginn, 19. september.
14. september 2021

Taktu þátt í HönnunarMars 2022
Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir hátíðina sem fer fram dagana 4.-8. Maí 2022 en umsóknarfresturinn er til 1. nóvember. Félagsmenn fagfélaga fá afslátt af þátttökugjöldum til 1. október.
13. september 2021

Hönnunarfyrirtækjum fjölgar mest
Vissir þú að hönnunarfyrirtækjunum á Íslandi hefur fjölgað mest á sviði skapandi greina á síðustu 10 árum samkvæmt menningarvísi Hagstofunnar? Það er gleðiefni að fá staðfest að hönnunargreinar séu í vexti á Íslandi og samfélagið þarf að horfast í augu við það að hönnun er í eðli sínu nýskapandi og öflugt tæki á tímum breytinga. Aðsend grein eftir Höllu Helgadóttir, framkvæmdstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs sem birtist fyrst á Vísir.is
13. september 2021

Hönnun og nýsköpun boða til stefnumóts við stjórnmálin
Icelandic Startups og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs fjalla um áskoranir og tækifæri nýsköpunar og skapandi greina til framtíðar. Hvernig búum við til öflugt samfélag og atvinnulíf sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun? Laugardaginn 4. september kl. 12 í Grósku.
2. september 2021

Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2021 skipa …
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands er skipuð fagfólki frá ýmsum áttum, á vegum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, Listaháskóla Íslands, Hönnunarsafni Íslands og Samtaka Iðnaðarins. Opið er fyrir ábendingar til 5. september næstkomandi en markmið þess er að tryggja að afburðar verk og verkefni fari ekki framhjá dómnefnd.
31. ágúst 2021

Samstarf 66°Norður og Kormáks & Skjaldar frumsýnt í dag
66°Norður og Kormákur & Skjöldur kynna samstarf sitt i dag,fimmtudaginn 10. október í verslun 66°Norður á Laugavegi milli 17-19.
10. október 2019

Skartgripahönnuðurinn Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir hannar Bleiku slaufuna 2019
Bleika slaufan 2019 er hönnuð afGuðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur, skartgripahönnuði í AURUM Bankastrætien í dag, 11. október er Bleiki dagurinn. AURUM by Guðbjörg hefur fest sig í sessi og fagnar 20 ára afmæli í ár.
11. október 2019

Kula glass by Bryndís komin í úrslit hjá Interior Design Awards
Kula glass eftir Bryndísi Bolladóttur, textílhönnuð er komin í úrslit um yfir bestu hönnun ársins hjá tímaritinuInterior Design, sem er virtur miðill í heimi innanhúshönnunar vestanhafs.
15. október 2019

Textílfélagið heldur upp á 45 ára afmæli með sýningu í Kirsuberjatrénu
Textílfélagið heldur upp á 45 ára afmæli sitt í ár og býður af því tilefni til sýningar í Kirsuberjatrénu.
17. október 2019

Geysir frumsýnir nýjustu línu sína, Fýkur yfir hæðir, í dag
Geysir frumsýnir nýjustu línu sína, Fýkur yfir hæðir, í porti Hafnarhússins í dag, föstudaginn 18. október. Allir velkomnir.
18. október 2019

HönnunarMars ein af borgarhátíðum Reykjavíkur 2020-22
HönnunarMars hefur verið valin ein af borgarhátíðum Reykjavíkur 2020 – 2022 og því ein af 6 lykilhátíðum borgarinnar.
24. október 2019

Gleði á opnun afmælissýningar Félag íslenskra gullsmiða.
Félag íslenskra gullsmiðavarð 95 ára þann 19. október síðastliðinn og að því tilefni sameinuðust rúmlega 30 gullsmiðir í sýningu til heiðurs félaginu í Austursal 5. hæð í Hörpu.
18. október 2019

Silfursmiðurinn Anna María Pitt opnar vinnustofu í Hönnunarsafni Íslands
Silfursmiðurinn Anna María Pitt tekur yfir vinnustofurýmið í safnbúð Hönnunarsafns Íslands og stendur vinnustofudvölin til 26. janúar 2020.
25. október 2019

Íslensk verkefni á heimsmælikvarða keppa fyrir Íslands hönd í verðlaunum Art Directors Club Europe (ADC*E)
Verðlaun Art Directors Club Europe (ADC*E) verða veitt í 29. sinn í Barcelona í byrjun nóvember næstkomandi.
25. október 2019

Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir gerir kerti í samstarfi við Tim Burton
Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður, gerir Pyropet kerti fyrir sýningu leikstjórans, kvikmyndagerðamannsins og listamannsins Tim Burton í Neon Museum í Las Vegas. Um er að ræða kerti sem byggt er á lógó sýningarinnar, Spaðakertið, sem hefur vakið mikla lukku.
23. október 2019

Námskeið í þrívíddarprentun í leir í Myndlistaskólanum í Reykjavík
Þann 23. ágúst hefst námskeið í þrívíddarprentun í leir í Myndlistaskólanumí Reykjavík. Á námskeiðinu, sem stendur yfir í sjö kennsludaga, munu þátttakendur tileinka sér undirstöðuþekkingu við notkun leirþrívíddarprentara en Myndlistaskólinn er eini skólinn á landinu sem býður uppá kennslu í þrívíddarprentun í leir.
12. ágúst 2021

Leitin að framúrskarandi verkum á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi er hafin
Búið er að opna fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2021 en hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 5. september næstkomandi. Markmið þess að senda inn ábendingar er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd.
9. ágúst 2021

Safna fyrir lista- og menningaráfangastaðnum Höfuðstöðinni
Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir/Shoplifter, stendur að opnun Höfuðstöðvarinnar í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekunni. Um er að ræða lista- og menningaráfangastað sem mun til að mynda geyma varanlega uppsetningu Hrafnhildar, Chromo Sapiens. Hönnuðurinn Björn Blumenstein og fyrirtækið Plastplan sér um innréttingar. Verkefnið er 100% sjálfstætt fjármagnað og núna stendur yfir söfnun á Kickstarter, sem rennur út á sunnudaginn 8. ágúst.
6. ágúst 2021

Sumarlokun skrifstofu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Skrifstofa Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs lokar vegna sumarleyfa frá 12. júlí en opnar aftur þriðjudaginn 3. ágúst.
9. júlí 2021

„Tæknin vísar veginn og hefur áhrif á hugarflug okkar að því leyti hvað er mögulegt að gera og hvernig við getum nýtt það til að gera eitthvað enn flóknara”
Valdís Steinarsdóttir, vöruhönnuður sem farið hefur óhefðbundnar leiðir og Halldór Eldjárn, listamaður sem vinnur með tónlist, forritun, vísindi og hönnun ræða um sköpun, tilraunir, tækni, nýjar leiðir - og trylltan áhuga íhlaðvarpi HönnunarMars, DesignTalks talks, sem er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
11. júlí 2021