Félag íslenskra teiknara

Tilgangur Félags íslenskra teiknara er að gæta hagsmuna teiknara á sviði grafískrar hönnunar, auglýsinga- og myndskreytinga. Félaginu er ætlað að efla og styrkja atvinnugreinina með faglegri fræðslu, sýningum o.fl. Félagið veitir félagsmönnum sínum aðstoð við fagleg og lögfræðileg atriði og gætir réttinda félagsmanna sinna.
Hafa samband: almennt@teiknarar.is
Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum
Facebook
Instagram

Ársfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Ársfundur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs fer fram þann 22. júní næstkomandi milli kl. 17 - 18.30 í Grósku. Öll velkomin.
14. júní 2022

Ert þú næsti hönnuður Paper Collective?
Epal og Paper Collective sameina krafta sína og leita að næsta íslenska hönnuði til að hanna veggspjald fyrir Paper Collective sem sérhæfa sig í veggspjöldum og leggur það upp úr fallegri og tímalausri hönnun. Vel valdir listamenn hafa skapað veggspjöld fyrir hönd Paper Collective sem skreyta í dag mörg heimili um allan heim. Skilafrestur til 23. júní.
27. maí 2022

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs boðið í evrópusamtök hönnunarfélaga BEDA
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur gengið í BEDA - evrópusamtök hönnunarfélaga sem er liður í að styrkja alþjóðlegt samstarf og tengingar Miðstöðvarinnar.
23. maí 2022

Design Canada — FÍT Bíó
26. apríl 2022

Sígildri hönnun hampað á mjólkurfernum
Í tilefni af HönnunarMars, sem í ár breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 4.-8. maí, hefur Mjólkursamsalan endurvakið klassíska íslenska hönnun á mjólkurfernunum. Blómafernur hönnuðanna Kristínar Þorkelsdóttur, Tryggva T. Tryggvasonar og Stephen Fairbairn eru komnar tímabundið í verslanir og munu þær án efa vekja upp nostalgíutilfinningu hjá mörgum.
25. apríl 2022

Einar Gylfason, Leynivopnið hlýtur Clio-verðlaun
19. apríl 2022

Tákn fyrir íslensku krónuna — Hönnunarsamkeppni FÍT
19. apríl 2022

Sign Painters — FÍT Bíó
8. apríl 2022

Ráðherra kynnti sér málefni hönnunar og arkitektúrs í Danmörku og Noregi
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, var á dögunum í Danmörku og Noregi ásamt fulltrúum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, Samtökum iðnaðarins og Íslandsstofu með það að markmiði að efla umgjörð hönnunar og arkitektúrs.
8. apríl 2022

plakATH! vol 3 — Sýning í Gallerý Port
7. apríl 2022

DesignTalks 2022 - COMPANY, Aamu Song og Johan Olin, listamenn og hönnuðir
Listamennirnir og hönnuðirnir Aamu Song og Johan Olin; COMPANY koma fram á DesignTalks 2022, alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.
6. apríl 2022

DesignTalks 2022 - Anders Lendager, arkitekt, stofnandi og framkvæmdastjóri Lendager Group
Anders Lendager, arkitekt, stofnandi og framkvæmdastjóri Lendager Group kemur fram á DesignTalks 2022 alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.
4. apríl 2022

FÍT keppnin 2022 – Verðlaunahafar
1. apríl 2022

Opið fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð
Búið er að opna fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð. Um er að ræða seinni úthlutun ársins 2022 og er umsóknarfrestur til 22. september.
31. mars 2022

DesignTalks 2022 - Giorgia Lupi, upplýsingahönnuður og partner hjá Pentagram
Giorgia Lupi, upplýsingahönnuður og partner hjá Pentagram kemur fram á DesignTalks 2022, alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem í ár varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.
28. mars 2022

Tilnefningar til FÍT verðlaunanna árið 2022
FÍT verðlaunin eru fagverðlaun og hlutverk þeirra er að finna það sem skarar fram úr í grafískri hönnun og myndskreytingum á Íslandi ár hvert.
25. mars 2022

Happy hour hönnuða á Holtinu
Félag vöru og iðnhönnuða stendur fyrir hönnuða hitting í dag, 17. mars, á Holtinu.
17. mars 2022

DesignTalks Reykjavík snýr aftur 2022!
Alþjóðlega ráðstefnan og lykilviðburður HönnunarMars, DesignTalks snýr aftur á dagskrá þann 4. maí í Silfurbergi í Hörpu. Stjórnandi DesignTalks er Hlín Helga Guðlaugsdóttir og kynnir verður Marcus Fairs, ritstjóri og stofnandi ein virtasta hönnunarmiðils í heimi í dag, Dezeen. Miðasala er opin og takmarkaður fjöldi miða á sérstöku forsöluverði.
16. mars 2022