Félag vöru-og iðnhönnuða

Félag vöru- og iðnhönnuða er fagfélag hönnuða á Íslandi. Hlutverk félagsins er að vera málsvari hönnuða, með virku samtali og opnu upplýsingaflæði. Auk þess að efla þekkingu á faginu og gæta hagsmuna félagsmanna. Félagið hefur það að leiðarljósi að stuðla að faglegum vinnubrögðum og eflingu hönnunar.

Hátíðarkveðjur frá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gleðileg jól og farsælt komandi ár frá starfsfólki og stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
22. desember 2020
Ljósverkið Andi og efnisbönd vinnur fyrstu verðlaun á Vetrarhátíð 2021
Reykjavíkurborg og Orka Náttúrunnar í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs stóðu fyrir samkeppni um þrjú ljósverk sem til stendur að sýna á Vetrarhátíð 2021. Niðurstaðan liggur fyrir en verkin Andi og efnisbönd, The Living forest og Interference urðu hlutskörpust
21. desember 2020

Hönnunarteymið B&A&R&J valið úr hópi umsækjenda til að hanna hönnunarkerfi fyrir Íslandsstofu
Íslandsstofa auglýsti, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, eftir að hönnuði eða hönnunarteymi til að leiða vinnu við gerð hönnunarkerfis fyrir samræmt útlit sýningarbása á vegum Íslandsstofu. Alls bárust 10 sterkar umsóknir um verkefnið og eftir valferli var ákveðið að bjóða hönnunarteyminu B&A&R&J verkefnið.
18. desember 2020

Hanna Dís Whitehead hannar skreytingar jólatrés Heiðmerkurjólamarkaðarins í ár
Hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead var fengin til að hanna skreytingar á jólatré jólamarkaðarins í Heiðmörk í ár og var nýtingarstefna í fyrirrúmi í hönnun skrautsins. Vörur Hönnu Dísar má meðal annars nálgast í Kiosk Granda.
17. desember 2020

Hljóðlausnir hannaðar með þarfir arkitekta í huga
Síðastliðin 10 ár hefur hönnuðurinn Bryndís Bolladóttir, KULA by bryndis, verið að þróa hljóðlausnir sem eru unnar úr ull. Land er nýjasta afurðin. Hún er að hluta til unnin úr endurunni og að öðrum kosti sóaðri ull sem hingað til hefur falið frá í framleiðslu.
16. desember 2020

Hvar kaupum við íslenska hönnun?
Hér á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs má sjá yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum og netverslanir. Sömuleiðis má finna beina linka á verslanir hönnuða og heimasíður sem selja vörur.
10. desember 2020

Jólakettir úr notuðum barnafötum frá Fléttu fyrir Rammagerðina
Rammagerðin fékk vöruhönnuðina Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur til liðs við sig til að hanna jólakött ársins 2020, sem í framhaldi verður árlegur viðburður og nýir íslenskir hönnuðir valdir til að túlka þennan fræga kött.
5. desember 2020

Studio 2020 - Flétta
Fjársjóðsleit með vöruhönnuðunum Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur frá Fléttu í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina.
26. nóvember 2020

Hanna vörur í anda Ásmundar Sveinssonar
Fimm vöruhönnuðir hafa undirritað samstarfssaminga við Listasafn Reykjavíkur um hönnun á vörum til sölu í safnverslun Ásmundarsafns í anda Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara.
25. nóvember 2020

Studio 2020 - Valdís Steinarsdóttir
Hönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir gaf smá innsýn inn í hennar hugarheim og hönnun í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina. Hér er hægt að sjá viðtalið.
20. nóvember 2020

Leiðtogi í Skapandi hugsun - sérskjör á námskeið Akademias
Akademias, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, býður upp á námskeiðið Leiðtogi í Skapandi hugsun (hönnunarhugsun). Námskeiðið er samstarfsverkefni fjölda sérfræðinga og fyrirtækja sem vilja efla hugmyndavinnu og skapandi hugsun hjá hinu opinbera, í íslensku atvinnulífi og þriðja geiranum. Sérkjör til 30. nóvember.
20. nóvember 2020

Íslandsstofa leitar að hönnuðum til að þróa hönnunarkerfi fyrir sýningarbása
Íslandsstofa, í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, leitar að hönnuði eða hönnunarteymi til að leiða vinnu við gerð hönnunarkerfis fyrir samræmt útlit sýningarbása á vegum Íslandsstofu.
19. nóvember 2020
FÓLK og Tinna Gunnarsdóttir hefja hönnunarsamstarf
Tinna Gunnarsdóttir vöruhönnuður og prófessor við Hönnunardeild Listaháskóla Íslands og hönnunarmerkið FÓLK Reykjavík hafa gert með sér samstarfsamning um útgáfu hönnunar Tinnu alþjóðlega.
18. nóvember 2020

Björn Steinar Blumenstein í umfjöllun CNN
Vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein og verkefni hans Catch of the day er til umfjöllunar hjá fréttavef CNN sem tekur saman áhugaverð dæmi um nýtingu matarafganga til framleiðslu áfengis frá öllum heimshornum.
12. nóvember 2020

Samkeppni um ljósverk fyrir Vetrarhátíð 2021
Reykjavíkurborg og Orka Náttúrunnar í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs standa fyrir samkeppni um þrjú ljósverk á Vetrarhátíð 2021. Verkin sem verða valin verða sýnd á Vetrarhátíð 2021 dagana 4.-7. febrúar.
12. nóvember 2020

Leitað að hönnuðum til að þróa einkenni fyrir nýtt kerfi áfangastaðastjórnunar
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytiðí samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs leita að hönnuði eða hönnunarteymi til að vinna að hönnun og þróun einkennis og kynningarefnis fyrir nýtt kerfi áfangastaðastjórnunar, sem ber vinnuheitið Fyrirmyndaráfangastaðir í ferðaþjónustu
9. nóvember 2020

Festa opnar fyrir umsóknir að Aðildi - fyrir nýsköpunar - og hönnunarfyrirtæki
Festa hefur sett á stofn Aðildi – fellowship prógram sem felur í sér aðild að Festu í eitt ár fyrir 10 sprota eða nýsköpunarfyrirtæki, hönnunarfyrirtæki eða aðila sem starfa með heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og leggja áherslu á samfélagsþróun, umhverfismál og sjálfbærni.
2. nóvember 2020

Taktu þátt í HönnunarMars í maí - opnað hefur verið fyrir umsóknir
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á HönnunarMars í maí og stendur umsóknarfrestur til 30. nóvember næstkomandi. Hafa ber í huga að ekki er ætlast til að umsóknir séu fullkláraðar innan þessa tímaramma og verður umsækjendum gefið rými til breytinga og bætinga á umsóknum sínum.
2. nóvember 2020

Hönnunarverðlaun Íslands 2020 fara fram í janúar
Afhending Hönnunarverðlauna, og málþing tengt þeim, átti að fara fram þann 5. nóvember næstkomandi. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hefur verið tekin ákvörðun um fresta verðlaununum og freista þess að hægt verði að halda raunverulegan viðburð þegar fram líða stundir.
30. október 2020

HönnunarMars 2021 fer fram í maí
Mars færist fram í maí 2021! Stærsta hönnunarhátíð landsins HönnunarMars fer fram dagana 19-23. maí 2021.
29. október 2020