
KJARTAN SVEINSSON: ÍSLENZK BLOKK
Fimmta árs nemar í arkitektúr við Listaháskóla Íslands opna sýningu tileinkaða verkum Kjartans Sveinssonar (1926-2014) fimmtudaginn 19. september í Epal gallerí. Sýndur verður afrakstur kortlagningar nemenda á höfundaverki Kjartans.
19. september 2024

Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands hefur hafið störf og hún er skipuð fagfólki frá ýmsum áttum. Yfir 100 ábendingar bárust dómnefnd í opnu kalli sem lauk í byrjun mánaðarins. Hönnunarverðlaunin fara fram við hátíðlega athöfn þann 7. nóvember næstkomandi.
18. september 2024

Aðförin í öndvegi - hádegismálþing um fjölbreyttar samgöngur og borgarskipulag
Samtal um samgöngumál í samgönguviku. Elliðaárstöð, Orka náttúrunnar og Veitur standa fyrir málþingi í hádeginu miðvikudaginn 18. september á Á Bístró í Elliðaárstöð þar sem umferð hjólandi og gangandi er einmitt í öndvegi. Meðal þeirra sem koma fram er Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt og Edda Ívarsdóttir, borgarhönnuður.
16. september 2024

Arkitektúr og skipulag orðið stafrænt
Tímaritið Arkitektúr og skipulag með Gest Ólafsson í fararbroddi er nú orðið aðgengilegt á timarit.is Hægt að skoða tímaritið frá 1988 til ársins 1992 (9. - 13. árgang).
13. september 2024

Húsnæði til leigu fyrir arkitekta
Notaleg vinnuaðstaða fyrir arkitekta í Ingólfsstræti 5 fyrir tvo til fjóra arkitekta til útleigu.
13. september 2024

HJARK + sastudio hljóta fyrstu verðlaun í skipulagssamkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal
Arkitektastofurnar HJARK og sastudio hljóta fyrstu verðlaun í skipulagssamkeppni um nýtt hverfi í Vík í Mýrdal.
11. september 2024

Vík Prjónsdóttir - Ævisaga
Brynhildur Pálsdóttir, einn af hönnuðum og stofnendum Víkur Prjónsdóttur, rekur áhugaverða sögu verkefnisins á Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 15. september kl. 13:00.
11. september 2024

Félagsfólki Arkitektafélags Íslands býðst 20% afsláttur af öllum námskeiðum EHÍ
Félagsfólki Arkitektafélags Íslands býðst 20% afsláttur af öllum námskeiðum á dagskrá veturinn 2024-2025 hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
11. september 2024

Ertu að leita að vinnuaðstöðu?
Til leigu vinnustöðvar í björtu og fallegu skrifstofuhúsnæði á besta stað í miðbænum við Laugaveg / Grettisgötu.
10. september 2024

Salóme Guðmundsdóttir í stjórn HönnunarMars
Salóme Guðmundsdóttir, stjórnendaráðgjafi og stjórnarkona tekur sæti í stjórn HönnunarMars. Hún hefur starfað í hringiðu nýsköpunar og tækni undanfarinn áratug, lengst af sem framkvæmdastjóri Klak og síðar fyrir Eyri Venture Mangament og tengd félög sem stjórnandi og stjórnarmaður.
10. september 2024

HönnunarMars 2025 - umsóknarfrestur lýkur á miðnætti þann 17. nóvember.
Opið er fyrir umsóknir á HönnunarMars 2025 sem fer fram í sautjánda sinn dagana 2. - 6. apríl. Vertu með! Umsóknarfrestur lýkur á miðnætti þann 17. nóvember 2024.
9. september 2024

Hraunmyndanir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025
Verkefni s.ap arkitekta, Hraunmyndanir hefur verið valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr 2025.
6. september 2024

Ferðamannastaðir-frá hugmynd til framkvæmdar
Fimmtudaginn 12. september kl. 9 standa Ferðamálastofa, Skipulagsstofnun og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs að kynningarfundi á Teams fyrir alla þá sem koma að uppbyggingu ferðamannastaða með einum eða öðrum hætti.
5. september 2024

HA? Kíkjum á það sem er að gerast
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs kynnir vetrardagskrá, verkefni, áherslur og starfsemi þann 12. september. Öll velkomin!
5. september 2024

And Anti Matter tekur þátt í Design Market á Helsinki Design Week
And Anti Matter (&AM) tekur þátt í Design Market á Helsinki Design Week dagana 7.-8. september. &AM mun vera með flíkur úr línunni ANTI WORK sem kom út í febrúar á þessu ári og vöktu mikla lukku.
4. september 2024

Opið fyrir umsóknir í borgarsjóð Reykjavíkurborgar
Opnað var fyrir umsóknir um styrk úr borgarsjóði þann 1. september 2024. Umsóknarfrestur er til 30. september 2024.
3. september 2024

Að hanna með náttúrunni - málþing í New York 5. september
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við Bláa Lónið og Parsons School of Design , stendur fyrir málþingi í New York fimmtudaginn 5. september um hlutverk hönnunar á tímum náttúruvár. Getum við hannað samband okkar við náttúruna?
1. september 2024

Erum við að leita að þér? Kynningarstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs leitar að kraftmiklum, skipulögðum og skapandi einstakling í starf kynningarstjóra. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem gefst m.a. kostur á að sinna verkefni á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Kynningarstjóri vinnur náið með framkvæmdastjóra og verkefnastjóra.
29. ágúst 2024

Fjölskyldusmiðjur Hönnunarsafns Íslands hefjast á ný
Fyrsta sunnudag hvers mánaðar býður Hönnunarsafn Íslands fjölskyldum í skapandi smiðju með hönnuðum og listhandverksfólki sem veita börnum innsýn í ólíkar greinar. Á dagskrá vetrarins eru fjölbreyttar smiðjur, allt frá textíl til arkitektúrs. Á meðal nýstarlegra smiðja má nefna bangsastólasmiðju og piparkökuarkitektúr.
28. ágúst 2024

Þriðjudagsfyrirlestur AÍ-Making temporary homes: Why meanings and activities matter
Á fyrsta þriðjudagsfyrirlestri vetrarins mun Marjolein Overtoom PhD, arkitekt og sálfræðingur, halda fyrirlestur um doktorsverkefni sitt, Að búa til tímabundin heimili: Hvers vegna merkingar og athafnir skipta máli.
27. ágúst 2024